KVENNABLAÐIÐ

Snappar um lífið án glansmynda og uppstillinga

Reynir Bergmann er afskaplega vinsæll snappari og fleiri þúsund Íslendingar fylgjast með honum á degi hverjum. Reynir er fæddur árið 1980 og býr á Selfossi ásamt konu sinni og þremur dætrum.

Þar vinnur hann í byggingarfyrirtæki og hefur gert síðastliðin fimm ár. Hann er þó upprunalega úr Breiðholtinu og gekk í Hólabrekkuskóla. Reynir segir: „Eftir það ákvað ég að fara í Iðnskólann í Reykjavík í eitt ár. Ég sá að það var ekki fyrir mig, þannig ég fór út á vinnumarkaðinn og hef verið þar síðan.”

reyn3

Reynir fór að snappa (á samskiptaforritinu Snapchat) þegar fjölskyldan var á Spáni árið 2017: „Ég var mikið að snappa og leyfa vinum og fjölskyldu að fylgjast með. Svo fóru félagarnir að deila snöppunum áfram á aðra og þá kom sú hugmynd upp um að opna snappið.”

Auglýsing

Um hvað ertu aðallega að snappa?

Snappa um allt á milli himins og jarðar. Ég leyfi fólki að fylgjast með öllu – t.d. hvernig eðlilegt heimilislíf er og ég er ekki hræddur við að segja mínar skoðanir um allskonar umræður sem margir þora ekki að taka.”

Fer ekki mikill tími í að vera snappari?

JÚ! Þetta eru sirka tveir til fimm tímar á dag til að halda fylgjendum gangandi með allskonar efni og einnig að svara spurningum. Hvert myndband er um 10 sekúndna langt svo ætli það séu ekki 40 eða fleiri á dag, hehe…fer eftir dögum og atburðum dagsins.

Stundum kemur tími sem ég nenni ekki að snappa, ef ég til dæmis þreyttur eftir langan vinnudag. Þá hvíli ég fylgjendurna í stað þess að blaðra bara út í bláinn.

reyn1

Hvað ertu með marga fylgjendur sem horfa á þig á Snapchat?

Akkúrat núna er áhorfið sirka 25 þúsund manns en rokkar frá bilinu 18-27k eftir því hvað ég er að gera.

Auglýsing

Hvað finnst fjölskyldunni þinni um að þú sért Snappari?

Fyrst fór þetta í taugarnar þeim en núna er þetta orðið að vana og þáttaka allra á heimilinu mikil.

Þú ert semsagt áhrifavaldur sem snappar um lífið eins og það er í raun og veru?

Jú ég hef lagt það í vana minn að snappa um lífið eins og það er –  án allra glansmynda og uppstillingu. Alls enginn glansmynd hér! Það sjá það flestir sem fylgjast með mér.

Ertu reglulega beðinn um að sponsa vörur og hefur þú reglulega verið að auglýsa á þínu snappi?

Ég er beðinn um að sponsa vörur nánast daglega. Ég tek að mér þau verkefni sem mér finnst spennandi, þau sem nýtast mér og gefa vel af sér. Annað læt ég algjörlega í friði eða einfaldlega neita að taka að mér.

reyn55

Ert þú í samskiptum við aðra snappara?

Já, ég er búinn að eignast marga snapp vini sem eru mér kærir og mér þykir afar vænt um.

Sérðu fyrir þér að halda áfram í einhvern tíma og færðu aldrei leið á því að vera snappari?

Já,já, meðan þetta er skemmtilegt en leið og ég fæ leið á þessu mun ég líklegast bara hætta. Stundum fylgir þessu gríðarlegt áreiti og leiðindi þá langar mér oft bara að loka þessu.

Hvað er snappið þitt og Instagram hjá þér?

REYNIR1980

Instagrammið er Reynirbergman

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!