KVENNABLAÐIÐ

Maður leigir íbúð fyrir 183.000 á mánuði fyrir ketti dóttur sinnar

Talandi um erfiðan leigumarkað! Maður nokkur frá Kaliforníuríki komst í þá stöðu að geta ekki haft ketti dóttur sinnar hjá sér í nýrri íbúð sem hann var að leigja. Hann fann svo lausn við þessu…með því að leigja séríbúð fyrir þá! 

Troy Good (43) segist hafa nýlega flutt inn í íbúð þar sem ekki var leyfilegt að hafa gæludýrin, kettina Tinu og Louise, en dóttir hans Victoria Amith (18) er í heimavistarskóla.

Endaði Troy á því að leigja íbúð fyrir kettina fyrir um 1500$ á mánuði sem samsvarar 183.000 ISK til að láta þá ekki frá sér eða verra: Láta lóga þeim.

Auglýsing

„Þessir kettir hafa mjög ábyggilega bestu íbúðina í Silicon Valley,“ sagði Troy í samtali við San Jose Mercury News.

Dave Callisch er leigusalinn og segir að kettirnir séu ágætis leigjendur: „Ég hef haft tvo leigjendur sem ég gat ekki gefið grænt ljós. Þetta er í rauninni alveg frábært. Þeir eru mjög hljóðlátir, augljóslega. Eini gallinn er að stundum verður vond lykt í íbúðinni.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!