KVENNABLAÐIÐ

Barnfóstra skilaði barninu til móður sinnar látnu og sagði það vera sofandi

Barnfóstra er nú ákærð fyrir morð eftir að hún skilaði barninu látnu til móðurinnar og lét líta út sem það væri sofandi. Er hún nú ákærð fyrir morð, en réttarrannsókn leiddi í ljós að barnið, sem var tveggja mánaða drengur, hafði fengið „þungt högg.“

Auglýsing

Gerðist þetta skelfilega atvik í Wisconsinríki, Bandaríkjunum.

Marissa Tietsort (28) er ákærð fyrir morð af yfirlögðu ráði, en dauða barnsins má rekja til þungra högga oftsinnis á höfuðið. Skilaði hún svo barninu til móðurinnar hafandi þá vitneskju að drengurinn væri látinn.

Auglýsing

Barnfóstran setti látið barnið í vetrargalla og setti hann í bílstól áður en hún fór með kærastanum sínum að snæða á McDonalds. Síðar, þegar hún skilaði barninu setti hún húfu á höfuð barnsins og togaði hana niður fyrir augu. Gerðist þetta eftir klukkan 21 og fannst móðurinni eðlilegt að barnið væri sofandi.

Marissa á fimm börn sjálf og er nú með barni í Marathon sýslufangelsinu. Hún á sér sögu um ofbeldi gagnvart börnum. Barnaverndaryfirvöld fjarlægðu fjögur af fimm börnum úr hennar forsjá eftir að kærastinn tilkynnti hana.

Réttarmeinafræðingurinn Robert Corliss sagði að burtséð frá höfuðhögginu hafði rófubein drengisns verið brotið og á „röngum stað“ sem benti til þess að mikið afl hafi verið notað til ofbeldisins.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!