KVENNABLAÐIÐ

Kanye West klikkast því Drake „addaði“ Kim Kardashian á Instagram

Erkióvinirnir, rappararnir Kanye West og Drake, fóru aftur af stað laugardagsmorguninn 29. desember á Twitter. Í röð af tístum sem Kanye sendi frá sér (en hefur nú verið eytt) má sjá eiginmann Kim verða afar reiðan: „Ég var að tala um þetta því þetta er það fáránlegasta sem ég veit um og ég sá þetta í morgun,“ sagði Kanye og átti við að Drake fór að fylgjast með Kim á Instagram.

Auglýsing

„Ímyndið ykkur að eiga í deilum við einhvern og hann fer að fylgja konunni þinni á Instagram,“ sagði Kanye. „Við óskum þessum manni alls hins besta og biðjum þess að hann finni hamingjuna eins og við höfum gert.“

Auglýsing

Svo bætti hann við: „Elskið alla“ og „Jákvæðar bylgjur.“

Fyrr hafði Kanye sagt að Drake „ógnaði öryggi“ hans og fjölskyldunnar.

Drake sagði Kanye hafa lekið út upplýsingum um son hans sem enginn átti að vita um. Drake játaði síðar að vera faðir drengsins.

Í nýju tístunum virðist Kanye þó vera mest pirraður á því að Drake hafi ákveðið að „fylgja“ konunni hans. Er hann hræddur um að Kim gæti verið „Kiki“ sem Drake söng um í laginu „In My Feelings,” en þeir búa í sama hverfi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!