KVENNABLAÐIÐ

Páfagaukur pantar alls konar dót af Amazon í gegnum Alexu

Rocco er dálítið einmana og…svangur páfagaukur sem býr í Berkshire í Bretlandi. Er hann af tegundinni African Grey og kann að spjalla. Hann var orðinn svo vanur að heyra eigendur sína tala við Alexu að hann tók upp á því sjálfur þegar hann var einn heima.

Auglýsing

Þegar hér er komið við sögu hefur hann pantað vatnsmelónu, jarðarber, rúsínur, ís og meira að segja spergilkál. Hefur hann einnig skipað róbótinum að segja honum brandara og spila ástarlög. Eigandi Rocco, Marion Wischnewski, sagði í viðtali við The Times of London að oft komi hún heim og þá sé Rocco dansandi við rómantíska tónlist, sem hún segir að sé einkenni á ljúfum persónuleika hans.

Auglýsing

Sem betur fer eru foreldrastillingar á Alexu þannig pantanirnar hafa ekki farið í gegn, en Marion segir að hún þurfi alltaf að tékka á viðburðum eða innkaupalistanum hvort eitthvað sé þar sem ekki á að vera: „Rocco og Alexa talast við allan daginn. Svo þarf ég að kíkja á listann og eyða því sem hann pantaði.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!