KVENNABLAÐIÐ

Stúlka áttar sig á ellefta degi að jóladagatalið hennar var ætlað köttum

Ein lítil stúlka mun hafa „skemmtilega“ jólasögu að segja um ókomin ár eftir að það uppgötvaðist að jóladagatalið sem hún var samviskusamlega búin að borða einn bita af á hverjum degi var í raun ekki ætlaði fólki…heldur köttum!

Auglýsing

Móðir stúlkunnar, Alissu Evans, hafði keypt handa henni jóladagatal með mynd af Garfield á. Hafði Alissa kvartað um að nammið bragðaðist „furðulega“ og liti líka undarlega út – það var ekki brúnt, heldur grænt. Sagðist hún því ekki vilja borða þetta lengur.

Móðir hennar athugaði því dagatalið betur og sá að „súkkulaðið með eplabragði“ var í raun kattanammi með jógúrti og catnip.

Auglýsing

Sagði hún: „Ég fékk áfall og leið eins og verstu mömmu í heimi. Hún hafði sagt að þetta væri skrýtið á bragðið, en ekki viðbjóður, þannig ég bara gleymdi þessu. Ég fór svo að skoða þetta betur og það var rétt – súkkulaðið var grænleitt og lyktaði ekki eins og súkkulaði. Svo tók það okkur 11 daga að átta okkur.“

Segir hún að hún hafi keypt jóladagatalið í B&M á háannatíma og las ekkert á pakkann: „Sem betur fer varð henni ekki meint af, ég er búin að athuga það. Við getum nú líka séð kómísku hliðina á þessu, sem betur fer!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!