KVENNABLAÐIÐ

Ariana Grande bregst við fyrrverandi unnusta í sjálfsvígshættu

Söngkonan Ariana Grande var ein sú fyrsta til að bregðast við þeirri staðreynd að Pete Davidson, hennar fyrrverandi, sem hún hætti með í október sagðist vera í sjálfsvígshugleiðingum: „Ég er niðri og ég fer ekkert ef þú þarft einhvern eða eitthvað,“ tvítaði hún til stjörnunnar sem hafði farið í vinnu í stúdíói Saturday Night Live í New York þennan dag. „Ég veit þú hefur alla sem þú þarft og það er ekki ég, en ég er hérna líka.“

Auglýsing

Pete (25) hafði póstað á Instagram að hann „vildi ekki vera á þessari jörð lengur.“ „Ég er að gera mitt besta til að vera hérna fyrir þig en ég veit í rauninni ekki hversu lengi ég endist til viðbótar. Allt sem ég reyndi var að hjálpa fólki. Mundu að ég sagði það.“

Gömul færsla á Instagram
Gömul færsla á Instagram
Auglýsing

Pete eyddi svo skilaboðunum og Instagram reikningnum sínum og Ariana hefur nú eytt tvítunum til hennar fyrrverandi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!