KVENNABLAÐIÐ

Kálfurinn Lil’ Bill vegur einungis 4,5 kíló og er jafn stór heimilisketti!

Lil’ Bill frá Mississippiríki er sennilegasta smæsta kýr veraldar, þar sem hann vegur einungis um 4,5 kíló – um einn tíunda af því sem jafnaldarar hans vega. Koma þessar fréttir um sama leyti og fréttirnar af Knickers, nauti sem er svo stórt (1400 kíló) að ekki er hægt að slátra því.

Svo sætur!
Svo sætur!
Auglýsing

Eigandi Lil’ Bill fór með hann til dýralæknanna í The Mississippi State University College of Veterinary Medicine til að láta athuga hann því hann var hræddur um að kálfurinn væri veikur. Sem betur fer er allt í lagi með Bill litla, hann er bara miklu minni en öll hin dýrin á sveitabænum!

bill2

Er hann nú þegar orðinn afar vinsæll á samfélagsmiðlum enda er hann alveg ótrúlega mikið krútt. Innan nokkurra klukkutíma var hann jafnvel kominn með eigið myllumerki #LilBill þar sem hundruðir athugasemda sneru að honum og hvernig honum vegnaði.

Dýralæknarnir hafa reynt að komast af hverju Bill er svona lítill, en á meðan halda þeir áfram að pósta myndum af honum og láta fólk vita hvernig honum vegnar.

Auglýsing
Knickers
Knickers

Frægð Bills litla kemur í kjölfar Knickers, nauti frá Ástralíu sem vakti ótrúlega furðu fyrir stærð sína. Er hann 1400 kíló, semsagt 310 sinnum stærri en Bill! Mun hann eyða ævidögunum á sveitabænum.

bill knickers

Stærsta kýr samkvæmt Heimsmetabók Guinness var 2267 kíló og yfir tveir metrar á hæð. Minnsta kýr sem skráð hefur verið var fjögurra ára kýr sem fædd var í Indlandi. Hún var einungis 61,1 sentimetri á hæð.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!