KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston segist hafa verið óhamingjusöm í báðum hjónaböndunum sínum

Leikkonan vinsæla, Jennifer Aniston, segist vera á grænni grein núna þar sem hún er einhleyp í nýju viðtali við hana í tímaritinu ELLE. Segist hún í raun vera einhleyp til að vera hamingjusöm! Var hún áður gift leikaranum Brad Pitt og árið 2017 skildi hún við leikarann Justin Theroux.

„Hjónaböndin mín, þau voru farsæl að mínu mati. Þegar þau enduðu var það ákvörðun sem við tókum því við kusum að vera hamingjusöm, og stundum var bara engin hamingja í samböndunum lengur,“ segir hún.

Auglýsing

Jennifer (49) var gift Brad (54) á árunum 2000-2005. Fór hann frá henni vegna Angelinu Jolie, eins og frægt er. Eftir mjög auðmýkjandi og leiðinlegan skilnað fann leikkonan ástina á ný í faðmi Justins, en hjónabandið entist ekki nema í tvö ár.

Auglýsing

Bæði hjónaböndin voru mjög milli tannanna á fólki, sérstaklega vegna meints framhjáhalds. Brad, eins og áður sagði, varð ástfanginn af Angie. Nokkrum árum seinna var slíkt hið sama sagt um Justin, en hann hafi fullnægt þörf sinni fyrir að vera „Casanova“ því hann gat varla setið undir kröfum Jennifer.

Margt hefur verið sagt um Jennifer og brösugt ástarlíf en hún segir að henni líði vel og þurfi engan „ævintýraendi.“

Jennifer segist vera að hitta einhvern núna, en nafngreinir engan. Hefur hún heldur ekki gefið upp vonina að eignast barn, þó hún nálgist fimmtugt: „Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér hvað varðar ást og barneignir – kemur barn eða ekki? Núna með vísindum og kraftaverkum getum við gert hlutina öðruvísi en áður.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!