KVENNABLAÐIÐ

Trump segist líkjast Elvis

Að vera forseti er ekki nóg fyrir Donald Trump. Nú vill hann vera kóngurinn. Eins og Elvis Presley. Donald heimsótti fæðingarbæ Elvis í gær, mánudaginn 27. nóvember, Tupelo, Mississippiríki og líkti hann sjálfum sér við rokkgoðið: „Nú munuð þið segja að ég sé sjálfbirgingslegur,“ sagði Donald, samkvæmt CNN. „Að öðru leyti en með ljóst hár, þegar ég var unglingur var sagt að ég liti út eins og Elvis.“

Að Donald skyldi líkja sér við „kónginn“ vakti upp mikil viðbrögð á Twitter og voru orðin „All Shook Up” mikið notuð – en það er tilvísun í lag Elvisar.

Auglýsing

 

 

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!