KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að þú varst í óhamingjusömu sambandi of lengi

Þökk sé „Sex and the City,“ þekkjum við allar frasann: „Henn er bara ekki nógu hrifinn af þér.“ Samt sem áður kjósa pör oft að framlengja óhamingju sinni.

Auglýsing

Hví dvelur fólk of lengi í óhamingjusömum samböndum? Samkvæmt tveimur nýlegum rannsóknum, því meira sem fólk trúir að makinn sé ehlgaður sambandinu – því minna líklegt er það til að stinga upp á sambandsslitum. Með öðrum orðum: Þú gætir verið af meðvirkni í sambandinu, að taka tillit til makans.

Ég spurði nokkra vini mína: Af hverju eru óhamingjusöm pör ennþá saman? Og: Hvernig getur þú endað samband á sársaukaminni hátt?

Að vera áfram saman getur verið eigingjarnt…eða óeigingjarnt

Auglýsing

Þessar nýlegu rannsóknir sýna að óhamingjusöm eða ófullnægð sambönd halda áfram því fólk er umhugað um að særa ekki tilfinningar hins. „Að mínu mati eru oft undirliggjandi ótti eða óöryggi sem kemur í veg fyrir að fólk haldi áfram í lífinu sem getur innihaldið minni hægindi en mun alltaf verða hamingjuríkara og meira „alvöru,“ Þessi pör sem sætta sig samband sem er „nógu gott“ hafa þessa tilhneigingu. „Það er samt alltaf þessi tímapunktur sem segir að næstum því gott er ekki í raun gott og það veldur meiri skaða fyrir óhamingjusömu manneskjuna að vera í þessu sambandi heldur en að fara.“

Áhyggjur af börnum, fjármálum, vinum, lífsstíl og stöðu í samfélaginu hafa oft áhrif á það að halda áfram saman. Fólk er oft upptekið af því að finna engan annan, eða vilja ekki að börnin hafi engan.“ segir kynlífsfræðingurinn Sari Cooper.

Að dveljast í óhamingjusömu sambandi er ekki að gera neinum greiða samt: „Að dveljast því þú vilt ekki særa einhvern er sjálfselska því það tekur burtu valmöguleikann fyrir hinn aðilann. Þú ert að ákveða að makinn muni ekki verða í lagi vegna þín og þú ert með honum því þú  vorkennir honum.“

Auðvitað: Að enda samband er mjög erfitt. Það getur verið gagnlegt að horfa á líf þitt eftir sambandsslit: „Hvernig mun líf þitt vera í smáatriðum? Munu þau geta séð fyrir sér sjálf fjárhagslega? Geta þau sagt að þau gerði allt sem þau gátu til að bæta sambandið?“

Ef þú ert að ákveða hvort þú eigir að halda sambandinu áfram eður ei, skrifaðu niður kosti og galla ákvörðunarinnar, segir Kristie Overstreet, sambandsráðgjafi.

„Þannig þarftu að nota rök gegn tilfinningum og hjálpar þér að sjá hluti sem þú sást ekki áður. Ein mikilvægasta spruningin er að spyrja þig sjálfa/n hvort þú hafir gert allt til að láta hlutina virka. Tékkaðu í þessi box og það hjálpar þér að komast að niðurstöðu.

Einngi gætir þú séð sambandið sem kassa sem er nógu stór fyrir ykkur bæði að færa ykkur þægilega um og þið sjáið vöxt hvors annars sem jákvæðan: „Óheilbrigt samband sýnir og smáan kassa til að annað hvort sé sjálfstætt og þér finnst þú lítil/l og hrædd/ur án hinnar manneskjunnar. Þið hafið fengið kennslu – hvernig sönn ást á að vera og að sálufélaginn sé „hinn helmingurinn“ en þetta er í raun meðvirkni. Þú hefur ekki pláss til að vaxa sem fullorðin manneskja í sambandinu og það er að hindra þig…og makann líka.“

Ef þú vilt hætta sambandinu skiptir heiðarleiki öllu máli. „Hvernig þú sérð um þig og það sem þú hefur stjórn yfir – orðin sem þú velur. Mundu að þú þarft að gera hvaðeina til að vera heilbrigð/ur og að fara úr óheilbrigðu sambandi er þín leið til þess. Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ef þú tekur hana með skynsemi mun þetta verða aðeins auðveldara, bæði fyrir þig og makann.“

Heimild: HuffPost 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!