KVENNABLAÐIÐ

Purple Caviar: „Leikur í leðri“

Þær stöllur María K. Magnúsdóttir og Kristrún Tryggvadóttir mynda hönnunarteymið Purple Caviar. Um er að ræða nýja og spennandi línu sem varð til í fjallgöngum og fjöruferðum! Þær lögðu upp með að framleiða fallega nytjahluti úr leðri, en þær nýta líka önnur efni. Purple Caviar tekur nú þátt í Handverk og hönnun sem fram fer í Ráðhúsinu um helgina.

Kristrún (t.v.) og María
Kristrún (t.v.) og María
Auglýsing

María er lærður skóhönnuður og hefur verið yfirhönnuður hjá skóframleiðendum og framleitt eigin línur. Hún hefur líka unnið í sútunarverksmiðju og þekkir leður og framleiðslu úr leðri mjög vel.

Kristrún er verkefnastjóri og hefur verið markaðsstjóri og ráðgjafi á sviði markaðsmála, vöruþróun og framleiðslu. Hún hefur unnið með íslenskum hönnuðum og þá langoftast í tengslum við skó eða aðrar leðurvörur.

Peningapúkar
Peningapúkar

Er þetta í fyrsta sinn sem þið vinnið saman?

„Við höfum unnið saman áður en við höfum báðar mjög mikla ástríðu fyrir skóm og hönnun. Við höfum alltaf unnið saman með þeim hætti að umhverfi sé jákvætt og fjölskylduvænt. Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær við færum að hanna og framleiða eitthvað saman því þekking okkar og reynsla er svo ólík meðan áhugasviðið er svo líkt.“

Auglýsing
Lyklakippa
Lyklakippa

Hvernig fenguð þið hugmyndina að Purple Caviar?

„Purple Caviar varð til í fjallgöngum og fjöruferðum. Lúpínan vakti áhuga okkar en þetta er harðgerð planta sem virðist geta lifað hvar sem er og blómstrað. Purple Caviar er sumsé okkar túlkun á fræjum lúpínunnar. Vöruþróunarferlið fyrir Purple Caviar hefur verið einstaklega skemmtilegt en lagt var upp með að framleiða fallega nytjahluti úr leðri. Við viljum að leðrið njóti sín á sinn náttúrulega hátt og að uppruni hlutana skíni í gegn.“

Grænn peningapúki
Grænn peningapúki

Hvað eru peningapúkar og hvaðan kemur hugmyndin?

„Þegar við byrjuðum þróunina töluðum við við fólkið í kringum okkur og spurðum út í þeirra uppáhaldshluti ásamt því að skoða okkar uppáhaldshluti og barnanna okkar. Okkur var mikið í mun að varan væri barnvæn og að það mætti og hreinlega ætti að meðhöndla hana og jafnvel hnoðast með! Úr varð þessi einstaki sparibaukur sem getur staðið sem stofustáss um leið og hann þjónar tilgangi sínum. Hver púki er einstakur og saumaður saman í höndunum úr mismunandi hráefnum – allt frá gærum og roði til leðurs.“

Appelsínugulur peningapúki
Appelsínugulur peningapúki

Við hvetjum ykkur til að kíkja á Facebooksíðu Purple Caviar og á sýninguna í Ráðhúsinu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!