KVENNABLAÐIÐ

Ný rannsókn: Lágkolvetnalífstíll brennir fleiri hitaeiningum

Flestir sem demba sér í megrunarkúra bæta aftur á sig þeim kílóum sem hurfu á einu til tveimur árum liðnum. Að hluta til er ástæðan sú að líkaminn aðlagast breytingunum með því að hægja á brennslu og brenna færri hitaeiningum. Nákvæm rannsókn sem framkvæmd var á barnaspítalanum í Boston (Boston Children’s Hospital) í samstarfi við Framingham háskólann leiddi í ljós að því færri kolvetni sem fólk innbyrðir, því hraðari verður brennslan.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í BMJ þann 14. nóvember síðastliðinn og sýna þær að lágkolvetnalífsstíll hjálpar fólki að viðhalda þyngdartapi og hjálpar því einnig til við að hjálpa fólki í ofþyngd með því að gera meðferðina öflugri.

Auglýsing

Rannsóknin, sem hægt er að fletta upp sem Framingham State Food Study, eða (FS)2, sneið þátttakendum afar þröngan stakk hvað mataræði varðaði. Í heilar 20 vikur var þátttakendum úthlutað fullelduðum máltíðum. Þyngd þeirra var skráð, insúlínseyti var mælt, meltingarhormón og hversu mörgum hitaeiningum þátttakendur brenndu.

„Þetta er stærsta og lengsta rannsókn hvað varðar mataræði til prófunar á „kolvetna-insúlín módelinu” og veitir okkur nýja sýn á hvernig við hugsum um og meðhöndlum offitu,” segir David Ludwig, MD, Ph.D. sem er einn af forsvarsmönnum rannsóknarinnar.

„Samkvæmt þessu hafa unnin kolvetni sem flæddu um mataræði okkar í kringum „low-fat” tímabilið aukið insúlínnæmi og þvingað fitufrumurnar í að halda í auka hitaeiningar. Með færri hitaeiningum sem líkaminn hefur, eykst svengd og það hægist á brennslunni – þetta er hreinlega uppskrift að þyngdaraukningu.”

Auglýsing

Rannsakendur fengu 234 einstaklinga í ofþyngd (á aldrinum 18-65 og með BMI yfir 25) til að fara í hefðbundinn megrunarkúr í 10 vikur. Af þessum náðu 164 að minnka þyngdina um 10-14%. Þessir einstaklingar fengu svo úthlutað af handahófi matarkúr sem innihélt fá kolvetni, miðlungs eða há í 20 vikur. Kolvetnin voru 20, 40 eða 60% af heildarkaloríuinntöku dagsins.

Kolvetnin sem allir hóparnir fengu voru í góðum gæðum (flókin) og var sykur takmarkaður sem og unnar matvörur.

Í öllum þremur hópunum var hitaeiningafjöldi innbyrgður daglega innan marka þannig þyngd þátttakenda breyttist ekki svo mjög. Á þessu tímabili var markmiðið að bera saman eyðslu orku – hvernig mismunandi hópar brenndu hitaeiningum og vógu hið sama.

Orkueyðslan var síðan mæld með gullstandard aðferð (e. gold-standard method).

Í þessar 20 vikur var samtala orkueyðslunnar mun hærri hjá þeim sem voru í lágkolvetnamataræðinu á móti þeim sem voru á há-kolvetna mataræði. Þar sem þátttakendur voru í sömu þyngd, voru þeir sem voru á lágkolvetnamataræði að brenna 250 hitaeiningum meira á dag.

Niðurstöðurnar voru samt á þennan veg: „Við sáum að hitaeiningar eru allar hinar sömu þegar kemur að líkamanum. Við mældum ekki svengd eða mettun en aðrar rannsóknir sýna að lágkolvetnamataræði minnkar hungur sem hjálpar til við þyngdartap til lengri tíma.

Önnur rannsókn er í gangi og er niðurstaða að vænta árið 2021. Þá eru 125 einstaklingar í ofþyngd á sérstökum rannsóknarstöðvum í 13 vikur. Þeir fá einn af þremur kúrum: Mjög lágkolvetnakúr, hákolvetna/lágur sykur kúr eða hákolvetna/mikill sykurkúr og hitaeiningafjölda er stýrt til að mæta orkuþörf þeirra.

Frekari upplýsingar má fá HÉR. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!