KVENNABLAÐIÐ

Chris Watts dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þrefalt morð

Chris Watts hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt ófríska eiginkonu sína, Shanann Watts og dætur sínar tvær, Bella og Celeste, í ágústmánuði síðastliðnum í Coloradoríki, Bandaríkjunum. Dómurinn féll í dag, mánudag, eftir að fjölskylda Shanann bar vitni en þær vitnaleiðslur voru mjög tilfinninganæmar.

Auglýsing

„Ég get sagt af hlutlægni að þetta er kannski ómanneskjulegasti og grimmasti glæpur sem ég hef þurft að dæma af þúsundum mála sem ég hef séð,“ sagði dómarinn Marcelo Kopcow við réttinn. „Ekkert annað en hámarksrefsing væri viðeigandi.“

Auglýsing

Chris játaði glæpinn þann 6. nóvember síðastliðinn – að hann hefði myrt 34 ára eiginkonu sína sem var komin 15 vikur á leið og dætur sínar fjögurra og þriggja.

Einnig játaði hann ákæruliðina að myrða barn, stöðva meðgöngu og að lítilsvirða líkin.

Fékk Chris lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn og 48 ára fangelsi fyrir að myrða ófætt barn og 12 ára dóm þar að auki fyrir vanvirðingu líkanna.

Hann kyrkti Shanann og kæfði stúlkurnar áður en hann henti líkunum á vinnustað sinn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!