KVENNABLAÐIÐ

Sénsar á Tinder: Fór í mál til að vera löglega skráður 20 árum yngri en hann er

Einhleypur eftirlaunaþegi fór í málssókn til að breyta aldri sínum og segir að ef transfólk getur breytt löglega kyni sínu ætti hann að geta breytt aldri sínum. Vill hann því fá fleiri sénsa á Tinder, þar sem hann segir konur forðist hann ef hann birtir raunverulegan aldur sinn sem er 69.

Auglýsing

Emile Ratelband segir að hann vilji vera skráður 49 ára því honum „líður sem hann sé 20 árum yngri.“ Beiðninni var hafnað af yfirvöldum.

Rök Emile eru að ef transfólk má löglega breyta kyni sínu, ætti hann að fá að velja sér nýjan fæðingardag. Segir hann að læknar segi að hann hafi líkama 45 ára manns.

emile

Emile sem er hollenskur athafnamaður og sjálfshjálpargúru fór í málssókn vegna neitunar yfirvalda þar sem þau neituðu að breyta raunverulegum aldri hans á pappírum. Málið er nú komið fyrir hæstarétt.

Auglýsing

Er hann fæddur þann 11. mars árið 1949 en hann vill breyta honum í 11. mars árið 1969. Segir hann: „Ég er búinn að fara í læknistékk og hvað kom í ljós? Líffræðilegur aldur minn er 45 ár. Ef ég er 69 ára er ég heftur. Ef ég er 49 get ég keypt nýtt hús, keyrt annan bíl. Ég get unnið meira. Ef ég er á Tinder og segist vera 69 fæ ég engin svör. Transfólk má löglega breyta kyni sínu, það ætti að gilda hið sama um aldur.“
Segir Emile að hann verði fyrir fordómum og mismunun vegna aldursins. Fyrirtæki vilji ekki ráða hann í vinnu. Einnig segir hann að yfirvöld græði bara á þessu, svona frestar hann eftirlaunagreiðslum um 20 ár!

emile2

Dómarinn sagðist hafa samúð með Emile en það nokkur tæknileg atriði yrðu sennilega til vandræða: Ef fólk fengi að breyta fæðingardagnum sínum væri verið að eyða löglega hluta af lífi þess: „Hvað verður um árið 1949 til 1969? Hvern voru foreldrar þínir að hugsa um þá? Hver var ungur drengur þá?“

Niðurstaða mun fást endanlega innan fjögurra vikna.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!