KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato komin heim eftir þriggja mánaða meðferð

Söngkonan Demi Lovato hefur nú lokið þriggja mánaða áfengis- og fíkniefnameðferð eftir að hafa tekið of stóran skammt á heimili sínu í Hollywood Hills sem nærri drap hana í sumar. Demi var í þrjá mánuði á meðferðarstöð í Utahríki og hefur nú útskrifast. Gerðist atvikið í júlí og fór hún í meðferð í ágúst.

Auglýsing

demi lút

Sást hún í Beverly Hills á laugardagskvöld þar sem hún snæddi kvöldverð með vini sínum. Einnig sást hún í Universal Studios á föstudagskvöldið.

Auglýsing

Móðir Demiar er afskaplega stolt af henni og sagði hún að hún væri komin með 90 daga og henni gengi vel. Hún játaði að hún hefði vitað að Demi væri ekki edrú en „vissi ekki hvað hún var að gera.“

Demi setti húsið sitt á sölu í kjölfar atburðanna, en hefur ekki selt húsið enn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!