KVENNABLAÐIÐ

Tryllt ævintýrahótel með sjö sundlaugum opnað á Tenerife

Hótel sem kostaði sem samsvarar 11 milljörðum ISK hefur verið opnað á uppáhalds eyju Íslendinga (fyrir utan heimalandið!) spænsku eyjunni Tenerife. Á hótelinu eru sjö sundlaugar og vatnsrennibrautagarður. Fantasia Bahia Principe Tenerife hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda sennilega um draumastað fyrir fjölskyldur.

Auglýsing

tene2

Plássið er nóg og fyrir utan sundlaugar eru fimm veitingastaðir, líkamsræktaraðstaða á heimsmælikvarða og vatnsrennibrautagarður. Toppurinn hlýtur þó að vera kastalinn sem er staðsettur í hjarta umhverfisins. Ljósashow munu eiga sér stað og skemmtikraftar koma fram.

Auglýsing

Drekatréið er sögustaður um dreka, hetjur og galdraepli.

Herbergin eru með ýmis þemu og einnig veitingastaðirnir, þannig ýmislegt er fyrir börn og fullorðna að skoða. Hótelið er „all-inclusive“ sem þýðir að allt er innifalið. Krakkaklúbbur er á staðnum og diskótek fyrir táninga.

tene3

Þú getur bókað núna á ferðaskrifstofunum First Choice , Jet2holidays og LoveHolidays eða skoðað heimasíðu hótelsins.

Auglýsing

Hér má sjá kynningarmyndband frá hótelinu: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!