KVENNABLAÐIÐ

Hrekkjavökuskreytingar fara fyrir brjóst nágranna sem óttast um geðheilsu barna sinna

Í dag er hrekkjavakan haldin hátíðleg víða um heim með grímuklæddum börnum sem heimta grikk eða gott og margir skreyta heimili sín. Kona nokkur í Ohioríki í Bandaríkjunum tók skreytingarnar þó skrefinu lengra…svo langt að nágrannarnir eru hreinlega dauðhræddir um geðheilsu barna sinna.

Auglýsing

Setti hún gínur fyrir utan húsið sitt sem voru stjaksettar, húðflettar og eru þær virkilega óhugnanlegar. Börnin ganga framhjá húsinu til að fara í skólann og vöktu skreytingarnar mikinn óhugnað. Hvað finnst þér?!

Auglýsing

gh1 gh2

gh3 gh4