KVENNABLAÐIÐ

Hundur þóttist vera flækningshundur og betlaði McDonald’s hamborgara

Kona nokkur í Oklahoma hefur nú sent út viðvörun eftir að hún gómaði hundinn sinn laumast út að kvöldi til. Fór hann á McDonald’s stað í nágrenninu til að betla hamborgara.

Auglýsing

Í harðorðum pósti sagði Betsy Reyes um tíkina sína Princess:

Betsy áttaði sig á bíræfni Princess þegar hún keyrði á McDonald’s og náði myndum og myndskeiði af tíkinni fá mat frá fólki sem var í bílalúgunni. Princess nálgaðist bíl Betsy en þegar hún áttaði sig á að eigandinn var bakvið stýri sneri hún sér að öðrum bíl í leit að mat.

Auglýsing

Hunda-atferlisfræðingurinn Corey Cohen hló þegar hann heyrði um tilburði hvutta: „Þetta sýnir bara að hundar eru afskaplega klárir og hegðun þeirra er flóknari en einfaldur hvati/viðbragð. Þessvegna verðum við að koma fram við þá sem vini og ekki vélar.“

Heimild: HuffPost