KVENNABLAÐIÐ

Sjaldgæf sjón: Kate Middleton var með kórónu í kvöldverðarboði

Allt of sjaldan, kunna sumir að segja, bera konurnar í bresku konungsfjölskyldunni kórónur. Undantekning var þó á þessu þegar hertogaynjan af Cambridge sást í dag, þriðjudaginn 23. október, með afar fallega kórónu í kvöldverðarboði í Buckinghamhöll. Var veisla haldin til heiðurs Willem-Alexander Hollandskonungi og Maximu drottningu.

Auglýsing

Allt liðið var mætt, Elísabet Bretadrottning, Charles Bretaprins og Camilla.

Auglýsing

koron

Kórónan kallast Lover’s Knot kórónan og var í eign Mary drottningar. Kate hefur sést með hana nokkrum sinnum áður og er hún nákvæm eftirlíking Lover’s Knot kórónunnar frá Cambridge og erfði drottningin hana árið 1953. Díana prinsessa bar hana eftir að hún giftist Charles og er hún nú í eigu Kate. Var hún í afar fallegum kjól hönnuðum af Alexander McQueen.

 

Meghan Marke er stödd á Fiji-eyjum í opinberri heimsókn og var hún einnig í hátíðarkvöldverðarboði í gær. Bjuggust flestir við að hún myndi bera kórónu af því tilefni, en hún gerði það ekki. Hún var hinsvegar líka í bláum kjól en hann var frá Safyaa.

royal

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!