KVENNABLAÐIÐ

Kim „þráir að vera einhleyp“ eftir afar óútreiknanlega hegðun Kanye

Hjónaband Kim Kardashian og Kanye West „hangir á bláþræði“ og hefur raunveruleikastjarnan áttað sig á að sambandið „hefur runnið sitt skeið“ samkvæmt innanbúðarmanni í Kardashian herbúðunum.

Auglýsing

Þrátt fyrir að fjölskyldan haldi því alltaf fram að þau tvö „séu í góðu lagi“ hefur Kim samt komist að því að „hún vill ekki lengur vera gift honum.“

Rómantískir tilburðir Kanye eru ekkert annað en sýndarmennska, en Kanye kom Kim á óvart á 38 ára afmælisdaginn hennar með herbergi fullu af blómum og píanóleikara…en hann sjálfur sást ekki.

Kanye hefur verið áberandi, bæði hitti hann forsetann í mjög furðulegri heimsókn og svo hefur hann tekið upp á ýmsu undarlegu undanfarnar vikur.

Auglýsing

„Hún er löngu orðin vön á óútreiknanlegri hegðun og köstum hans, en ástin er hverfandi. Kim þráir bara að verða einhleyp á ný,“ segir þessi heimildarmaður í viðtali við Radar. Kim hefur ákveðið að skilja en bara sagt ástvinum sínum frá því áður en hún tilkynnir heiminum það.“

Kanye er einnig þreyttur á öllu umstanginu og hefur „týnt sjálfum sér“ samkvæmt þessum heimildarmanni. Tók hann aktífistann Candance Owens með þeim hjónum til Úganda, sem Kim líkaði ekki: „Kim sá Kanye kyssa Candace þegar þau voru að skoða fíla. Hún fríkaði út og skammaðist mikið í Candace og sagði henni að finna sér annan mann.“