KVENNABLAÐIÐ

Verslunarfíkill stal 20 milljónum til að kaupa sér skó og fara í frí

Kona nokkur hefur verið dæmd í fangelsi fyrir að stela 130.000 sterlingspundum frá atvinnurekendum sínum, en hún er haldin verslunarfíkn. Claire Johnston (34) splæsti á sjálfa sig Valentino og Christian Louboutin skóm, dýrum skartgripum og keypti einnig rándýrar gjafir handa vinum sínum.

Auglýsing
Claire
Claire

Claire, sem vann í fjármálabransanum, var handtekin eftir að vinnufélagarnir sáu myndir af lúxúslífsstílnum sem hún lifði á samfélagsmiðlum. Eftir handtökuna var hún greind með „áráttukennda verslunarfíkn.“

Lögfræðingur hennar sagði að fíknin gæfi henni „titring“ að „kaupa hluti og vera góð við aðra.“

Auglýsing
Valentino skór
Valentino skór

Claire fékk 20 mánaða dóm við Lincoln Crown dómstólinn. Dómarinn sagði við hana við dóminn: „Þú notaðir þessa peninga til að lifa lífi sem þú hafðir ekki efni á. Þú lifðir lífsstíl sem margir dreyma um að eignast. Það er rétt að segja að þú eyddir ekki öllu í sjálfa þig. Sumt var fyrir annað fólk. Ekkert af því var þó nauðsynlegt.“

Louboutin skór
Louboutin skór

Claire vann í bókhaldsdeild verkfræðiskrifstofu sem frændi eiginmanns hennar átti. Hún átti að færa á fylgireikninga innlagnir frá fyrirtækjum en lagði allt inn á sinn eigin reikning.

Hún fór tvisvar til Las Vegas
Hún fór tvisvar til Las Vegas

Saksóknarinn sagði: „Margir tóku eftir myndunum sem hún deildi á samfélagsmiðlum og var augljóst hún hafði það gott. Hún keypti rándýra skó, úr og frí. Það voru tvær ferðir til Las Vegas, brúðkaup í Mexíkó og á Kýpur og Flórída. Skórnir voru frá Valentino og Louboutin og svo skartgripir.“

Tókst henni að stela sem samsvarar 20 milljónum ISK á þremur og hálfu ári.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!