KVENNABLAÐIÐ

10 mánaða barn fannst skríðandi á miðri umferðargötu: Myndband

Mynd af ungabarni skríðandi aleitt á miðri umferðargötu í New Jersey, Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli. Myndin var tekin af manni sem var á ferð í bíl og snarbremsaði til að hlaupa út og bjarga barninu. Hvernig gat barnið verið þarna eitt á ferð? Hvar voru foreldrarnir? Lögreglan telur að barnið hafi komist út af heimili sínu, en systkini gleymdi að loka hurðinni og foreldrarnir tóku ekki eftir því að barnið væri horfið. Barnaverndaryfirvöld eru nú að vinna í málinu.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!