KVENNABLAÐIÐ

Gwyneth Paltrow gengin í það heilaga!

Leikkonan og lífstílsbloggarinn Gwyneth Paltrow og framleiðandinn Brad Falchuk eru nú hjón. Gwyn (46) og Brad (47) játuðust hvort öðru  við litla athöfn í The Hamptons. Um 50 gestir voru í brúðkaupinu og voru þar stjörnur á borð við Steven Spielberg, Jerry Seinfeld, Cameron Diaz, og Robert Downey Jr.

Auglýsing

gwwwyy

Brad var geislandi af hamingju þar sem hann mætti við athöfnina á undan Gwyn. Keyrðu hann sjálfur á Jeep og var skælbrosandi. „Hann virtist mjög hamingjusamur“ sagði einn gestanna. „Fáeinum mínútum síðar keyrðu Jerry Seinfeld og kona hans upp að húsinu.“

Auglýsing

Seinfeld og Paltrow eru nágrannar í Hamptons og hafa verið vinir lengi. Móðir hennar Blythe Danner og Robert Downey Jr sáust blanda geði við gestina.

Gwyn og Brad
Gwyn og Brad

Gwyneth var gift Chris Martin, söngvara Cold Play á árunum 2003-2014. Þau eiga börnin Apple (14) og Moses (12).

Dakota og Chris
Dakota og Chris

Chris kom ekki í brúðkaupið en kom fram á tónleikum Global Citizen Festival í New York, sem er aðeins í tveggja tíma ökufæri. Í dag er Chris að hitta Dakota Johnson.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!