KVENNABLAÐIÐ

Ég varð háður morfínskyldum lyfjum 12 ára gamall

Valgarður Bragason skrifar: Á lífsleiðinni hefur ýmislegt komið til manns. Flest gott og fallegt. En svo hafa komið púkar og slys lìka eins og gengur. Enginn á ævi sem er alveg slétt og pörfekt. Ég hef allavega aldrei kynnst neinni manneskju sem hefur ekki einhver issues.

Fìknisjúkdómur er eitthvað sem èg hef kynnst vel à eigin skinni. Èg varð háður morfínskyldum lyfjum 12 àra gamall. Ég hafdi mikla verki aðallega í hnjánum þvì ég var í stífu ballett-og karatenámi sem tók mjög á skrokkinn. Ég var svo pyntaður þannig í Landakotsskólanum að hnéin voru hnjöskuð og einnig olnbogarnir. Ég komst að því að ef ég var bara alltaf með dálítið af þessum lyfjum í systeminu fúnkeraði ég vel og gat djöflast eins og mér sýndist. Lyfjunum stal ég hvar sem ég kom, ég keypti þau af ljòtum köllum eins og Braga sparimerki og fleirum og svo komst ég að því að með réttu hugarfari og vilja var allt hægt.

Auglýsing

Svo kom að því að þessi lyf stigu ofan á mig. Þau hættu að taka verkina og gerðu mig bara veikan. Og þá hófst edrúgangan um 21 árs aldurinn. Mér hefur tekist að vera meira og minna án vímuefna síðan fyrir utan perióður sem þó hafa verið mislangar. Þetta eru 26 ár sem um ræðir og hef ég náð að vera clean í um 20 ár af þeim tíma. Enda væri ég ekki hér í dag að röfla þetta nema svo væri.

Valgarður Bragason, greinarhöfundur
Valgarður Bragason, greinarhöfundur
Auglýsing

Merkilegasta verkfærið til að verða edrú og líða vel og vaxa eru 12 spor AA samtakanna. Í einu sporinu er maður beðinn um að líta á brestina sína. Gallana. Og þetta spor – ég man vel að ég hikstaði og spólaði. Mér fannst ég vera það gallaður og fullur af brestum að ég hringsnerist bara. Svo datt mér í hug að taka bara fyrir einn galla. Taka bara einn galla og fókusera á hann og reyna eftir besta megni að laga þennan galla.

Bresturinn eða gallinn sem ég tók fyrir var að tala ekki illa um annað fólk. Og að hugsa ekki illa til annarra og rækta ekki hatur í garð annarra.

Ég tók strax eftir að ég gerði of mikið af þessu. Oft á dag var ég að baktala aðra og þá kannski dulbúið sem grín eða bara af hreinni rætni. Svo fannst mér líka aðrir hafa komið illa fram við mig og þá varð ég svokallað fórnarlamb annarra.

Eftir dálítinn tíma og bara plein vinnu með þetta hætti ég að gera þetta smám saman. Og hugsanir mínar fóru í annan farveg og runnu annað. Og allt í einu tók ég eftir að ég varð frjálsari innan um fullt af fólki. Og svipir mínir urðu pínulítið hreinni bara.

Í dag þarf ég ennþá eftir sirka 10 ár að vera vakandi fyrir þessu. Gæta mín að hleypa ekki hugsunum inn sem hafa hatur heldur beina þeim blíðlega út í vindinn. Og þar fjúka þær um og ég gríp þær ekki heldur leyfi þeim að safnast í ský sem svo rignir á hafi úti.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!