KVENNABLAÐIÐ

Ránsfaraldur í Hollywood: Rihanna nýjasta fórnarlambið

Heimili Rihönnu í Hollywood Hills, Kaliforníuríki var rænt í gær, þriðjudaginn 25. september og er það nýjasta ránið í röð rána í hverfinu. Lögreglan í Los Angeles (LAPD) fékk tilkynningu að koma á staðinn þar sem „símtal um rán kom um 21:30 um kvöldið“ og kom það frá heimili Rihönnu.

Auglýsing

Lögreglan mætti á svæðið vopnuð með vasaljós og blikkandi sírenur. Hafði þjófavarnarkerfið farið af stað. Rihanna var ekki heima þegar þetta gerðist.

Furðulegt nokk, er þetta ekki í fyrsta sinn sem heimili hennar verður fyrir árás ræningja. Í maímánuði á þessu ári var maður handtekinn eftir að hann braust inn til hennar og var inni í húsinu í 12 klukkustundir þar til aðstoðarkona hennar uppgötvaði „gestinn.“

Auglýsing

Eins og áður sagði er um hrinu afbrota að ræða í hverfi hinna ríku og frægu. Á mánudagsmorgun voru ræningjar á ferð nálægt húsi Amal og George Clooney. Lögreglan segist vera að „leita að þremur svörtum mönnum sem bera byssur, fara inn á heimili fólks og hafa rotað fólk og flúið svo vettvanginn.“

Fjórar manneskjur hafa verið bundnar og ógnað með byssi þar sem þjófar rannsökuðu heimili þeirra og flúðu með peninga og skartgripi. LAPD segir að ekkert sé að frétta af ráninu á mánudag og vill ekki staðfesta að ránin séu tengd.

Heimili nálægt stjörnum á borð við Kendall Jenner, John Mayer, Mariah Carey og Harry Styles hafa verið rænd að undanförnu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!