KVENNABLAÐIÐ

Kona fékk áfall þegar hún áttaði sig á plakötum herbergisfélagans

Stúdína nokkur fékk nýjan herbergisfélaga á heimavist í skólanum. Herbergisfélaginn var fljótur að hengja upp plaköt á veggina og hélt hin að myndirnar væru af söngvurum. Þegar hún áttaði sig á sannleikanum vill stúdínan ekki gista lengur í herberginu sínu.

Það er auðvitað spennandi að búa á heimavist. Það sem þú ræður ekki þó er herbergisfélaginn.

Auglýsing

Stúdínan sem ekki vill láta nafns síns getið hafði búið á heimavistinni í þrjár vikur þegar hún áttaði sig á að Leanne (ekki hennar rétta nafn) bjó yfir miklu leyndarmáli.

Útskýrði hún þessa furðulegu sögu á Slate.com við Prudence „frænku.“ Leanne hafði þakið veggi herbergis síns með mönnum sem hin hélt að væru „indie“ rokkstjörnur: „Ég hélt hún væri hipster sem hengdi upp myndir af gömlum stjörnum á veggina. Svo kom vinur minn í heimsókn og sagði mér að þessir gaurar væru ekki rokkstjörnur, heldur fjöldamorðingjar: Ted Bundy, Jeffrey Dahmer, Ed Gein.“

Ted Bundy
Ted Bundy
Auglýsing

Heldur hún áfram: „Ég fríkaði út og bað Leanne að taka þær niður en hún neitar. Hún vill ekki útskýra heldur af hverju hún hengdi þær upp, svo ég fríkaði út enn frekar. Ég hata að horfa á myndir af þessu vonda fólki og ég hef verið að gista hjá vinum mínum á heimavistinni. Ég get ekki skipt um herbergi þar til úthlutun fer fram. Leanne og ég tölum ekki saman í dag. Ég er ekki manneskja sem nýtur hryllingsmynda og ég verð auðveldlega hrædd. Mig langar að líða vel í herberginu mínu og ég get það ekki. Er ég barnaleg að komast ekki yfir þetta?“

Prudence svaraði henni sem svo að það væri ekki barnalegt að vilja ekki myndir af fjöldamorðingjum á veggjum heimilisins. Ráðlagði hún henni einnig að fá starfsfólk skólans með í málið ef þetta lagaðist ekki.

Margir lesendur voru einnig í sjokki vegna þessarar sögu: Einn sagði henni að svara henni með því að hengja upp myndir af fórnarlömbum morðingjanna. Annar sagði að það væri skárra að hafa plaköt af hryllingsmyndum uppi, það bæri með sér allavega nautn lista að einhverju leyti. En alvöru morðingjar! Það er bara „krípí!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!