KVENNABLAÐIÐ

Maður sviðsetti eigið mannrán svo hann gæti komist á fyllerí með vinunum

Maður lenti í fangelsi í 16 vikur og missti af fæðingu barnsins síns eftir að hafa logið að ófrískri kærustu að honum hefði verið rænt, bara til að fara á fyllerí með vinum sínum.

Auglýsing

Þetta var hrekkur sem gekk allt, allt of langt: Leigh Ford (45) frá Blackpool, Englandi, hringdi nokkur símtöl til kærustunnar, Zoe Doyle, þar sem hann sagði henni í mikilli geðshræringu frá að honum hefði verið rænt og hann myndi verða pyntaður ef hún legði ekki allan pening sem hún ætti inn á bankareikning mannræningjanna. Fyrst hélt Zoe að hann væri að grínast, en hann grét og virtist virkilega skelkaður og hún keyrði karlmenn í bakgrunni öskra og hóta að klippa fætur Leighs af og hella á hann sjóðandi vatni. Hún gaf eftir, en hringdi einnig í lögregluna.

„Þegar ég heyrði í honum virtist hann mjög hræddur. Það skelltist á og svo hringdi hann aftur. Ég heyrði í mönnum bakvið sem vöru öskrandi, hótandi að hella yfir hann sjóðandi vatni og ætluðu að klippa af honum kynfærin. Ég var í áfalli,“ segir Zoe.

Auglýsing

Leigh hélt áfram að grátbiðja hana um að semja við „mannræningjana“ en þá var hún gengin 35 vikur á leið. Hún lagði inn allan sinn pening, 80 sterlingspund áður en hún hafði samband við lögregluna. Þyrla og sérsveit voru kölluð til því ástandið virtist alvarlegt, en enginn hringdi aftur. Næsta morgun þegar Leigh kom inn um útidyrahurðina heima hjá sér eins og ekkert hafi gerst.

Lögreglan var þá þar og eftir að hafa yfirheyrt hann handtóku þeir hann fyrir að blekkja lögregluna. Fyrst reyndi hann að ljúga um hvað hefði gerst en eftir að honum var sýnd myndbandsupptaka af honum og vinum sínum að versla áfengi, játaði hann að hafa búið söguna til.

„Hann mætti fyrir rétt daginn eftir og ég var í sjokki að heyra sannleikann. Ég bara trúði því ekki að Leigh myndi gera svona lagað. Hann eyddi tíma og fjármunum lögreglunnar. Hann lét mig ganga í gegnum helvíti. Það heimskulegasta var, að þetta voru hans eigin peningar. Hann hefði getað eytt þeim ef hann hefði viljað. Þetta er engan veginn rökrétt.“

Leigh hefur nú beðið kærustuna afsökunar og sagði að félagarnir hefðu fengið hann til þess að gera þetta eftir að þeir höfðu setið að sumbli. Þrátt fyrir að hún hefði helst viljað kyrkja hann hefur hún fyrirgefið honum. Því miður var dómarinn ekki jafn skilningsríkur og dæmdi hann í 16 vikna fangelsi. Mun hann því sennilega missa af fæðingu barnsins.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!