KVENNABLAÐIÐ

Dauð skjaldbaka fannst í leggöngum konu á Tenerife

Bresk kona hefur þurft að svara spurningum lögreglu á Tenerife-eyju eftir að læknar fundu dauða skjaldböku í leggöngum hennar. Hin ónefnda kona var í fríi á hinum vinsæla sumardvalarstað leitaði sér hjálpar vegna mikils sársauka á kynfærasvæðinu, sem læknar útskýrðu síðar að væri sýking af völdum skriðdýrsins.

Auglýsing

Dagblað eyjarinnar, El Dia, segir að konan hafði sagt lögreglu að henni hafi farið að líða furðulega eftir að hafa farið á djammið með breskum vinum sínum tveimur dögum áður – en hún hafi ekki haft neina hugmynd um hvernig skjaldbakan endaði á þessum furðulega stað.

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að atvikið uppgötvaðist á spítalanum í El Mojon, Arona, á suðurhluta eyjarinnar. Stærð skriðdýrsins hefur ekki verið gefin upp og hvorki lögregla, né sjúkrastofnunin hafa tjáð sig um málið.

Auglýsing

Til gamans má geta þess að í desember árið 2017 sendu læknar frá sér lista með furðulegum hlutum sem fundist hafa í leggöngum kvenna.

Svo má nefna konuna sem lenti í erfiðum aðstæðum því henni datt í hug að setja trúlofunarhring í Kinder egg og setja upp í leggöngin. Svo þegar kærastinn væri að sinna henni myndi hann finna eggið og hún myndi skella sér á skeljarnar og biðja hans. Hana grunaði ekki að hringurinn yrði fastur í leggöngunum og endaði hún á spítala.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!