KVENNABLAÐIÐ

Móðir tekur eftir dóttur sinni á mynd sem tekin var þremur árum áður en hún fæddist

Móðir nokkur trúir því að hún sjái yngstu dóttur sína á „óútskýranlegri“ mynd sem tekin var löngu áður en hún fæddist. Laura Cisse (38) sá allt í einu draugalega veru fyrir aftan 15 ára dóttur sína Ayesha á gamalli mynd og heldur hún því fram að um sé að ræða „bergmál framtíðarinnar.“

Lauren og dætur hennar í dag
Lauren og dætur hennar í dag

Myndin sýnir aðra stúlku, ljóshærða, sem líkist mjög yngri dóttur Lauru, Sophiu, og horfir hún yfir borðskreytingu og starir beint í myndavélina. Það sem hlýtur þó að vekja mesta athygli er að myndin er 10 ára gömul. Tekin þremur árum áður en Sophia fæddist.

Auglýsing

Laura, sem er bresk, frá Scarborough, North Yorks, segir: „Þessi stúlka líkist Sophie. Sjáðu bara. Þetta er mjög furðulegt.“

Greinilega má sjá stúlkuna bakvið borðið
Greinilega má sjá stúlkuna bakvið borðið

 

„Í fyrsta skipti sem ég sá myndina starði ég á andit hennar og hugsaði: „Hvað er Sophie að gera hérna?“ Ég hafði aldrei séð hana áður á þessari mynd. En svo áttaði ég mig á að Sophie var ekki einu sinni fædd þegar myndin var tekin.

Þetta gæti engan veginn verið hún. Kannski er um að ræða bergmál út fortíðinni eða eitthvað svoleiðis. Maður veit ekki neitt.“

Myndin sýnir Ayesha í bláum kjól í gamla húsinu þeirra, en þau fluttu úr því árið eftir. Laura, sem vinnur við að setja upp prentarkir, segir: „Ég er fegin við búum þarna ekki lengur. Það furðulega er að ég póstaði þessu á Facebook en hafði aldrei séð þetta andit áður. Það poppaði upp í „minningum“ á Facebook (e. memories) og ég endurpóstaði færslunni.“

Það var þá liðinn áratugur síðan hún hafði póstað myndinni síðast.

Systurnar
Systurnar

„Ég man eftir að hafa tekið myndina. Það var laugardagur, rigning, ég var að brjóta saman þvottinn og Ayesha var að biðja um að fá að prófa kjólinn, sem var nýr. Þegar hún mátaði hann sagði ég henni að hann væri fallegur og hún falleg í honum og ég tók mynd. Ég hugsaði með mér að hún gæti verið fyrirsæta með hárið svona niður.

Við vorum einar og engin börn nálægt. Einu börnin sem Ayesha lék við á þessum tíma var fimm ára frænka sem er mjög ólík stúlkunni á þessari mynd. Við fengum engin börn í heimsókn fyrr en Ayesha var sex eða sjö ára.“

Auglýsing

Laura veit ekkert hvaða barn þetta kynni að vera. Hún man eftir borðskreytingunni en það voru engir krakkar nálægt.

Laura segist vera „kjúklingur“ þegar kemur að yfirnáttúrulegum hlutum og henni var virkilega brugðið þegar hún sá þessa mynd. Hún segir nú að þessi mynd sé „óútskýranleg.“ Hún hringdi í alla vini sína og fjölskyldu en enginn gat gefið henni útskýringu.

Fjölskyldan
Fjölskyldan

 

„Ég get ekki hætt að horfa á myndina. Ég er skelfingu lostin, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta býstu ekki við að sjá. Þú telur að átt hafi verið við myndina, en svo er ekki.

Við upplifðum aldrei neitt óvænt í þessu húsi og ekki Ayesha heldur. Við heyrðum engar sögur.

Annað fólk býr nú í húsinu og við spurðum þau hvort eitthvað skrýtið hefði gerst. Þau sögðu barnið þeirra brosa stundum í átt að vegginum þegar ekkert væri þar, en það er engin sönnun. Ég sýndi þeim myndina og þau sögðu þetta vissulega furðulegt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!