KVENNABLAÐIÐ

Söngvari Backstreet Boys ekki ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi

Lögreglan í Los Angeles mun ekki birta Nick Carter, söngvara hins vinsæla strákabands, Backstreet Boys eftir kæru vegna kynferðislegrar árásar árið 2003.

18 ára stúlka segist hafa orðið fyrir kynferðislegri árás af hendi Nick en málið fyrntist árið 2013. Saksóknarinn hafði málið til rannsóknar 10 árum seinna: „Þess vegna er ekki hægt að áætla sönnunarbyrði sönnunargagnanna og er málinu því vísað frá.“

Auglýsing

Var konan 18 ára en Kick þá 23 ára. Í lögregluskýrslu kemur fram að Nick hafi haft samræði við „manneskju á aldrinum 12-16 ára.“

„Hann útskýrði að vegna seinkunar fórnarlambsins að tilkynna ákæruna, hafi hún sagst vera 18 ára og fjölskyldumeðlimir Carter fjölskyldunnar trúðu að hún væri orðin átján. [Hún] hafði tækifæri á að ferðast að heiman án þess að fylgst væri með henni, hún hafði sín eigin fjárráð og gat eytt vikum saman í bortum. Allir hefðu trúað að hún væri a.m.k. 18 ára gömul.“

Nick, Lauren og Odin
Nick, Lauren og Odin
Auglýsing

Fórnarlambið sagði einnig að kynlífið hafi verið með beggja samþykki allan tímann.

Í nóvembermánuði 2017 ásakaði söngkonan Melissa Schuman Nick um nauðgun þegar hún var 18 ára. Hún lagði fram ákæru á hendur honum fyrir árásina sem átti sér stað árið 2006.

Sagði hún að Nick hefði „hneppt frá henni gallabuxunum, sett höndina inn undir buxurnar og nærbuxurnar.“ Svo sagði hún að hann hefði „sett fingur inn í kynfæri hennar.“

Nick Carter hefur (að sjálfsögðu) neitað öllum ásökunum. Koma þessar fréttir á sama tíma og Nick tilkynnti að eiginkona hans, Lauren Kitt, hafi misst fóstur eftir þriggja mánaða meðgöngu. Gengu þau í hjónaband og eiga soninn Odin saman.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!