KVENNABLAÐIÐ

Richard Gere og Alejandra Silva eiga von á sínu fyrsta barni saman

Leikarinn Richard Gere og kona hans Alejandra Silva eiga nú von á barni. Richard er 68 ára en Alejandra er 35 ára. Þau gengu í það heilaga fyrir fimm mánuðum síðan, en eins og Sykur greindi frá giftu þau sig í apríl. Alejandra er komin fimm mánuði á leið.

Auglýsing

Fyrir á Richard soninn Homer James Jigme Carey úr fyrra sambandi og Alejandra á sex ára son með fyrrum sambýlismanninum Govind Friedland.

ale33

Parið er afskaplega hamingjusamt og deildi giftingarmyndum á samfélagsmiðlum í júní: „Mér líður sem ég sé í ævintýri,“ sagði brúðurin. „Án efa, mér líður sem ég sé heppnasta manneskja á jörðinni.“

Auglýsing

Hjónin nýgiftu hittust í Positano á Ítalíu árið 2014 þegar Richard dvaldist á hóteli í eigu fjölskyldu Alejöndru. Þau urðu ástfangin og Anejandra flutti til New York og varð búddisti.

Richard hélt áfram að senda henni blóm þar til hún samþykkti stefnumót með honum. Sagði hann í brúðkaupinu: „Ég er heppnasti maður í alheiminum. Hvernig gæti það ekki verið? Ég er giftur fallegri konu sem er greind, viðkvæm og ákveðin í að hjálpa fólki…hún er skemmtileg, þolinmóð, kann að fyrirgefa og er frábær kokkur sem býr til bestu salöt í heimi!“

Hún hugleiðir, hún er grænmetisæta, frábær móðir, alger engill…hún er líka spænsk, land kónga og drottninga, Cervantes og Buñuel…Þú gerir ekki betur.

ale

Alejandra lýsir eiginmanni sínum svo: „Hann er auðmjúkasti, hugulsamasti, ástríkasti, umhyggjusamasti, fyndnasti og örlátasti maður sem ég hef nokkurn tíma hitt. Hvað get ég sagt? Ég er svo ástfangin! Hvernig myndi þér líða á hverjum morgni þegar þú værir spurð: „Hvað gerir þig hamingjusama í dag?“ Það líður ekki sá dagur að hann segi mér ekki hversu mikilvæg ég er honum. Ég er mjög heppin.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!