KVENNABLAÐIÐ

Fjölskylda Demi Lovato vill hún flytji aldrei aftur til Hollywood

Söngkonan Demi Lovato setti húsið sitt í Hollywood Hills, Kaliforníuríki á sölu fyrir 9,5 milljónir dollara á dögunum. Tók söngkonan of stóran skammt í húsinu fyrir nokkru og er nú á batavegi. Fjölskylduvinur sagði í nafnlausu viðtali við Radar að fjölskylda hennar setji mikinn þrýsting á hana að fara „aldrei aftur til Hollywood.“

Auglýsing

Ástvinir Demiar, m.a. móðir hennar Dianna Hart, telur að hún hafi verið í slæmum félagsskap í Los Angeles og vill hún fái ferskt og nýtt upphaf eftir að hún klárar meðferðina og kemst á almennilegt ról.

Demi er þó þessu ekki sammála og er víst reið: „Hún er samvinnuþýð í meðferðinni en er ekki ánægð með þetta því Hollywood er heimilið hennar.“

Auglýsing

„Hún sagði þeim að ef hún vildi nota eiturlyf gæti hún fengið þau hvar sem er. L.A. er ekki vandamálið.“

Dianna vildi fá bráðabirgðaforræði til að vernda dóttur sína þegar hún var á Cedars Sinai spítalanum rétt eftir atvikið: „Það var ákvörðun fjölskyldunnar að losna við húsið. Dianna sagði að ef hún ætlaði ekki að vera samvinnuþýð og hlusta myndi hún íhuga aftur að fá forræði yfir henni.“

Demi er sem stendur í inniliggjandi meðferð, ekki í Kaliforníu, þar sem búist er við að hún verði allavega næstu þrjá mánuðina. Mun hún halda sig utan sviðsljóssins á meðan hún nær bata.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!