KVENNABLAÐIÐ

Gift barnaníðingi: „Ástæða þess ég mun aldrei hætta að elska eiginmanninn þrátt fyrir glæpina“

Tveggja barna blekkt móðir segir frá martröðinni sem hún þurfti að þola eftir að upp komst um barnaníð eiginmannsins. Heimildarmynd sem skekur Bretland þessa dagana segir af Helen sem gift var barnaníðingnum Robert í mörg ár.

Veröld Helenar hrundi til grunna þegar lögreglan bankaði upp á og hún fann eiginmann sinn við tröppurnar heima hjá þeim þar sem hann bað hana í örvæntingu að fyrirgefa sér.

Leikkona leikur Helen í þættinum
Leikkona leikur Helen í þættinum

Helen var bara 18 ára þegar hún giftist Robert, og eignuðust þau tvo syni. Hún elskaði hann og þau byggðu upp framtíð, þrátt fyrir að ógeðfellt leyndarmál hans leit síðan dagsins ljós.

Hún þurfti að sætta sig við að líf hennar yrði aldrei hið sama og syrgði það líf þjökuð af sektarkennd og hugsunum yfir því hvort henni væri um að kenna. Afleiðingarnar voru þær að hún var reið og henni fannst hún svikin.

Heimildarmyndin Married to a Paedophile verður sýnd í kvöld á Channel 4 í Bretlandi.

Leikararnir Abigail McKern og Sinead Keenan tala fyrir Helen í myndinni. Þrátt fyrir að Helen vilji vera nafnlaus og nöfnum allra hefur verið breytt í myndinni ákvað hún að hennar vitnisburður mætti vera til staðar í myndinni og var henni fylgt eftir í heilt ár til að fá sem nákvæmasta mynd af öllu. Sýnir myndin erfiðan veruleika inn í líf manneskju sem sýnir ástand sem næstum ber hana ofurliði.

Leikari leikur Robert í þættinum
Leikari leikur Robert í þættinum

 

Helen lýsir handtöku Roberts og fangelsisvist sem „jarðskjálfta“ og eftirskjálftarnir eru til staðar. Hún hefur þurft að endurupplifa stöðugt þennan dag þegar lögreglan sneri heimili hennar á hvolf í leit að sönnunargögnum.

Hafði Helen aldrei hugmynd um tvöfalt líf Roberts, hún hélt að hann væri mikið í tölvunni vegna vinnu sinnar. Robert tilkynnti lögreglu um það sem þeir leituðu að og þeir fundu myndir….kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þúsundir mynda. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Helen fékk áfall þegar hún sá að sum barnanna voru á sama aldri og barnabörnin þeirra. Hún sagði að sumar spurningarnar sem vöknuðu væru „of erfiðar til að spyrja“ og hún gæti ekki borið þær fram, þ.m.t. hvort hann hafi girnst barnabörnin. Segir hún: „Það er of óbærilegt. Ég veit ekki hvort ég gæti lifað ef ég vissi það. Ég hef elskað manninn í 44 ár. Þú getur ekki slökkt bara á þeim tilfinningum.“

barna5

Á meðan Robert var í fangelsi heimsótti Helen hann í hverri viku og þau þóttust alltaf vera á stefnumóti. Hún segist hafa klætt sig upp og rakað fæturnar. Hún sendi honum tölvupósta og meira að segja myndir af hænunum þeirra. Henni var ekki leyft að senda myndir af barnabörnunum.

Helen sendi Robert tölvupóst rétt áður en hann var látinn laus og sagðist hlakka til að „hefja nýtt líf með honum.“ Hún svaf ekkert nóttina áður en hún sótti hann, en hann dvaldist í fangelsi í einungis átta mánuði af þessum tveggja ára dómi. Hefur Robert verið skráður sem kynferðisafbrotamaður og verður á honum í áratug. Barnabörnin mega ekki gista hjá þeim, þannig Helen leigir íbúð þar sem enginn (vonar hún) viti af fortíð hans.

barna2

„Ég veit hann sér eftir þessu,“ segir hún. „Hann segir mér að hann hafi ekki lengur kynferðislegan áhuga á börnum og hann myndi aldrei hafa brotið gegn barni í alvöru.“

Eftir að þátturinn var sýndur hafa Helen og Robert slitið samvistum. Helen treysti sér ekki í samband með manni með þennan dóm á bakinu.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!