KVENNABLAÐIÐ

Minnsti fyrirburi sem fæðst hefur í Bretlandi fær í fyrsta sinn að fara heim, sex mánaða gamall

Hinn agnarsmái Theo Taylor vóg jafn mikið og kókdós þegar hann fæddist og var ekki hugað líf. Hann hefur nú loksins fengið að fara heim með foreldrum sínum, sex mánaða gamall. Daginn fyrir fæðinguna buðu læknarnir móður hans að fara í fóstureyðingu.

Theo vóg ekki nema 350 grömm þegar hann fæddist eftir 26 vikna meðgöngu.

fyr4

Nú er hann orðinn sex mánaða gamall og er kominn heim með foreldrunum Katie Rhodes (24) og Jay Taylor (27) og er talið að hann sé minnsti fyrirburi sem lifað hefur af á Bretlandi.

Auglýsing

Theo hætti að vaxa í móðurkviði og var svo smár að læknarnir buðu Katie að enda meðgönguna daginn fyrir fæðingu. Litla hetjan stóð sig þó ótrúlega vel og barðist fyrir lífi sínu. Þegar hann fæddist var hann smærri en hönd föður síns.

Katie segir: „Áður en hann fæddist var skelfilegt að heyra alltaf að hann myndi ekki hafa það af og meira að segja þegar hann var fæddur var okkur sagt við gætum ekki tekið hann heim með okur. En við komumst í gegnum þetta með því að segja okkur: „Nei, hann komst svona langt, við skulum bara styðja hann.“ Við vorum alltaf jákvæð og sögðum við myndum halda áfram að berjast með honum.“

fyr1

Jay segir: „Ég hef aldrei séð jafn litla mannveru – ég trúði ekki að mannvera gæti verið svona smá. Ég sagði stöðugt við Katie að allt yrði í lagi, en það var ekki fyrr en ég sá hann að ég áttaði mig á að þetta væri mjög alvarlegt. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni en það var líka léttir að sjá hann.“

Meðganga Katie var eðlileg þar til þau fóru í 19 vikna sónar og það uppgötvaðist að hann væri hættur að stækka. Þeim var sagt að búa sig undir það versta.

Móðirin fékk meðgöngueitrun og fór í bráðakeisaraskurð þegar kom í ljós að Theo hafði vökva í kringum hjartað: „Allir voru góðir og hjálplegir og sögðust ætla að gera allt til að halda lífi í honum. Það var þó daginn fyrir fæðinguna að okkur var boðin fóstureyðing.“

Auglýsing

Læknar áætluðu að hann myndi vega 450 grömm, 500 væri „ákjósanlegt“ en þegar hann fæddist var hann eingöngu 350 grömm. Parið fékk að halda í hönd hans í smástund áður en hann var settur í öndunarvél. Læknar sögðu þeim að hann myndi sennilega ekki lifa þar til hann kæmist heim. Eftir tvær vikur gátu foreldrarnir haldið á honum og hann fór á aðra deild. Þegar hann var sjö vikna var hann orðinn 1,3 kíló!

fyr2

Hann var þó enn smærri en hönd foreldranna og læknarnir sögðu samt að hann hefði ekki neina erfiðleika sem fyrirburar ganga í gegnum venjulega: „Læknarnir sögðu þó daginn sem hann fæddist: „Ekki gera ráð fyrir að þið getið farið með hann heim.“ En hann er að sýna öllum að þeir hafi rangt fyrir sér. Þeir trúðu ekki hversu vel honum gekk,“ segir hin stolta móðir.

Theo er ekki talinn þurfa að ganga í gegnum neina erfiðleika vegna ótímabærrar fæðingar í framtíðinni: „Það er samt svo skrýtið að hugsa til þess að hann hafi verið minnsta barn sem hefur fæðst í Bretlandi. Það er svo ótrúlegt að sjá hvernig hann var og hvernig hann er í dag.“

Líkurnar á að 400 gramma barn lifi af svo ótímabæra fæðingu er 25% og að lifa af án heilaskemmda er einungis um 7%.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!