KVENNABLAÐIÐ

Bróðir Meghan Markle óttast að hún muni deyja líkt og Díana prinsessa

Fjölskylda hinnar nýgiftu Meghan Markle virðist nota hvert tækifæri til að gera henni skráveifu. Nú hefur bróðir Meghan, Thomas Markle Jr. (sem ekki fékk boð í brúðkaupið) skrifað eldfimt bréf þar sem hann biðlar til Elísabetar drottningar að passa vel upp á litlu systur sína svo ekki fari fyrir henni líkt og Díönu prinsessu heitinni.

Auglýsing

Thomas segir að ástvinir Meghan séu afar hræddir um að hún muni deyja ung, eins og móðir eiginmanns hennar, ef hún fer á skjön við reglur konungsfjölskyldunnar.

Í handskrifuðu bréfi sem Radar Online hefur undir höndum má sjá reiðilestur Thomasar: „Draumur Meghan var að verða prinsessa einn daginn eins og Díana…það myndi verða sorglegt að sjá drauma hennar verða að engu ef henni myndi ekki takast að höndla nýtt hlutverk og hún myndi hverfa úr fjölskyldunni. Díana var sem lamb á leið til slátrunar þegar hún giftist Charles Bretaprinsi, tvítug að aldri.“

Auglýsing

Meghan hefur nú þegar verið líkt við Díönu, sem myrt var í París árið 1997 ásamt ástmanni sínum Dodi Fayed.

Í bréfinu má sjá setningar á borð við þessar: „Díana lét lífið því hún neitaði að fara eftir stífu regluverki konungsfjölskyldunnar.“

„Meghan er önnur óútreiknanleg tímasprengja sem mun fara á skjön við reglur fjölskyldunnar.“

„Við óttumst öll að þetta endi með ósköpum – alveg eins og með Díönu!“

Flesta grunar að dauði Díönu og Dodi hafi ekki átt sér stað með eðlilegum hætti, þrátt fyrir að rannsóknir segi að um óhapp hafi verið að ræða. Mohammed Al Fayed, faðir Dodi, hefur eytt mörgum árum í að reyna að sanna að breska leyniþjónustan hafi verið á bak við dauðsföll beggja og hún hafi starfað undir Philip prins, eiginmanni Elísabetar.

Diana og Dodi
Diana og Dodi

Díana óttaðist um öryggi sitt í auknum mæli á árunum fyrir andlátið. Í bréfi sem hún skrifaði rétt fyrir ótímabæran dauða sinn og lét ráðsmann sinn hafa sagði hún: „Eiginmaður minn er að undirbúa „slys“ sem á sér stað í bílnum mínum, bremsurnar bila og alvarlegt höfuðhögg.“ (e. „My husband is planning ‘an accident’ in my car, brake failure and serious head injury.”)

Meghan hefur oft lýst yfir aðdáun sinni á Díönu og þykir líkjast henni mjög í stíl og yfirbragði. Vinur Meghan sagði: „Við Díana erum mjög líkar. Ef hún væri á lífi værum við bestu vinkonur.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!