KVENNABLAÐIÐ

Kona finnst á strönd í sömu fötum og þegar hún hvarf þaðan fyrir einu og hálfu ári

Fréttamiðlar um alla Asíu hafa verið að fjalla um stórundarlegt mál konu sem hvarf fyrir einu og hálfu ári síðan af strönd. Risastór alda hreif hana á brott en hún fannst aftur fyrir nokkrum dögum, á sömu strönd og hún hvarf frá og í nákvæmlega sömu fötum.

Nining Sunarsih (52) var í fríi á Sukabumi, Vestur-Java, þegar stór alda hreif hana á brott á Citepus ströndinni og bar hana langt út á haf. Sjónarvottar sögðust hafa séð konuna og heyrt hana öskra en þeir voru of hræddir að fara á eftir henni.

Auglýsing

kona finn2

Leitarflokkar voru sendir út en fundu ekki. Viku seinna fannst lík á sama stað. Fjölskylda Nining var beðin um að bera kennsl á líkið en þrátt fyrir að líkið væri illa farið voru ættingjarnir sannfærðir um að þetta væri ekki hún. Á líkið vantaði fæðingarblett á maga og neglurnar litu ekki eins út.

Eftir DNA próf tókst að sanna að þetta væri ekki Nining. Yfirvöld gáfust þó upp á leitinni því líkurnar á að hún væri enn á lífi eftir marga daga á sjó voru hverfandi. Leitinni var hætt og konan úrskurðuð látin.

Auglýsing

Fjölskylda Nining sætti sig ekki við að hún væri í raun látin og trúði alltaf að hún væri enn á lífi. Það er auðvitað eðlilegt, fólk á erfitt þegar það fær enga lokun, svo að segja. Sagan er þó ekki búin.

kona finn3

Fyrir nokkrum dögum fór frændi Nining að dreyma hana. Í draumnum sagði hún honum að leita hennar á strönd í Palabuhanratu, sem er nálægt þeim stað sem hún hvarf frá fyrir einu og hálfu ári. Frændinn gaf lítið fyrir drauminn í fyrstu, en þar sem draumurinn leitaði á hann og hann dreymdi hann aftur og aftur sagði hann fjölskyldunni frá honum. Fóru þau því að leita að henni.

Fjölskyldan hóf leit á ströndinni þann 30. júní síðastliðinn. Ekki fundu þau hana á þessari strönd en leitin hélt áfram alla nóttina og aðfaranótt sunnudagsins um fjögur um nóttina fundu þau hana á sömu strönd og hún hvarf. Hún var meðvitundarlaus og öll útötuð í sandi.

Eins og þetta væri ekki nægilega furðulegt, var Nining í sömu fötum og þegar hún hvarf – í rauðum kjól með blómamynstri og í svörtum buxum.

Fjölskyldan tók hana heim fyrst og svo á spítalann. Hún var veikburða og er nú undir eftirliti lækna. Þeir segja að allar líkur séu á að hún nái sér að fullu.

Aðrar upplýsingar eru takmarkaðar að svo stöddu en fjölskyldu Nining er sama um það. Þau telja tákn frá guði að hún sé á lífi.

Heimildir: Tribun News, Kompas, Dudung Pret

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!