KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear farin á geðsjúkrahús eftir sjálfsvígshótanir

Fyrrum Melrose Place leikkonan Heather Locklear er nú haldið á spítala og undirgengst geðrannsókn eftir að hafa hótað sjálfsvígi. Var hún handtekin fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa hótað lögreglumönnum sem brugðust við útkalli heim til hennar og fór í meðferð, en nú hafa aðdáendur og fjölskylda áhyggjur af því að hún gæti hafa fallið.

Auglýsing

Lögreglan í Ventura sýslu staðfestir að þeir hafi brugðist við útkalli til heimilis hennar í Thousand Oaks: „Sjúklingurinn vildi fá að komast á sjúkrahús til aðhlynningar en enginn glæpur var framinn.“ Barst símtalið frá móður Heather, sem sagði að hún væri að sýna stjórnlausa hegðun og hafi verið að leita að byssu til að fyrirfara sér.

„Heather er enn á spítalanum og er haldið þar samkvæmt lögum 5150,“ sagði lögreglan. „Hún var ákveðin í að setja sjálfa sig og aðra í hættu. Hún var ekki handtekin en handjárnuð á leiðinni á spítalann. Það er samkvæmt öryggisreglum.“

Auglýsing

Heather hafði tekið „reiðikast“ eftir að hafa ásakað kærastann um að halda framhjá sér. Heather og Chris Heisser lentu í alvarlegu rifrildi á föstudagskvöldið: „Hún öskraði á hann og var alveg sama þó allir væru að horfa,“ sagði sjónarvottur á bílastæði við veitingastað í Los Angeles: „Hún ásakaði hann um framhjáhald.“

Heather var, eins og áður sagði, ákærð fyrir árás og byssueign og henni bannað að eiga byssu. Heather fór í meðferð og var fram í maí á þessu ári. Eftir að hún kom heim póstaði hún mynd af sér og Chris í faðmlögum. Nú, mánuði seinna, er hún komin aftur á spítala.

Thankful for you

A post shared by Heather Locklear (@heatherlocklear) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!