KVENNABLAÐIÐ

Uber bannar bílstjóra sem henti samkynhneigðu pari út úr bílnum fyrir að kyssast

Uber hefur bannað bílstjóra að keyra fyrir þá framar eftir að hann henti út lesbísku pari eftir að þær kysstust í aftursætinu.

Emma Pichl og Alex Lovine, báðar á þrítugsaldri, kysstust litlum kossi fyrir aftan bílstjórann Ahmad El Boutari, sem snarhemlaði og henti þeim út með orðunum: „Þið megið ekki gera þetta, þetta er ólöglegt.“

Auglýsing

Voru þær Emma og Alex að ferðast frá Brooklyn til Manhattan í New York á sunnudagseftirmiðdegi. Þær tóku upp þegar hann sagði að þær mættu ekki „gera þetta“ í bílnum.

Skírteini El Boutari var tekið af honum á þriðjudeginum og Uber hefur hafið rannsókn á því sem fór fram. Segja þeir að þeir muni ekki þola mismunun í bílunum sínum. The New York City Taxi and Limousine Commission sögðu að hegðun bílstjórans hefði verið „fáránleg.“

Auglýsing

„Það er árið 2018 í New York borg og við getum ekki búið við svona lengur,“ segir Allen Fromberg, talsmaður fyrirtækisins.

Myndbandinu hefur verið deilt 45.000 sinnum og er fólk almennt reitt yfir þessu, eins og gefur að skilja.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!