KVENNABLAÐIÐ

Mun Melania Trump flytja aftur til New York?

Í næstum mánuð hefur fólk verið að undrast hvar Melania Trump sé. Eftir Stormy Daniels skandalinn forðaðist hún sviðsljósið í 24 daga: Hún fór ekki í göngutúr kringum Hvíta húsið, ekki í bíltúr og setti ekki inn eina færslu á samfélagsmiðla.

Þeir sérfræðingar sem fylgjast með segja að Melania sé algerlega búin að fá nóg af „opinberlegri niðurlægingu“ vegna eiginmannsins á þennan hátt og sé búið að reyna þannig á þolmörkin að hún geti ekki meira. Hún gæti því verið að flytja alveg aftur til New York borgar.

Auglýsing

„Allir eru að hvíslast á um að Melania sé orðin dauðþreytt á stöðugri athygli, klikkuðum væntingum og endalausri niðurlægingu,“ segir innanbúðarmaður í Hvíta húsinu. „Þetta er ekki það sem hún bjóst við.“ Annar heimildarmaður segir að forsetafrúin sé búin að fá yfir sig nóg og þurfi á breytingu að halda til að hreinlega halda geðheilsu: „Þetta er allt búið að vera of mikið fyrir hana. Hún var komin að endastöð og nú verður hún að ganga í burtu frá þessu öllu.“

Auglýsing

flytja

Fólk hefur verið að velta vöngum yfir ástandinu, sérstaklega þar sem hún á að hafa tvítað að hún væri í Hvíta húsinu og Donald hafi sagt að hún væri þar. Orðalagið sem notað var, leiddi að líkum að Donald hefði sjálfur skrifað tvítið. Sagt er að hún hafi í raun verið í NYC að undirbúa flutning í lúxusíbúðina sína í Trump Tower: „Melania er búin að fá nóg af Washington DC,“ segir einn á meðan hinn segir: „Ef hún fer á annað borð á hún aldrei eftir að snúa aftur. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær þessi flutningur á að eiga sér stað þó nákvæmlega.“

Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi hennar, segir að forsetafrúin muni ekki flytja en aðrir segja að hún sé einungis að bíða eftir því að Barron klári skólann.

Þrátt fyrir að hún þurfi sennilega pásu frá öllu ruglinu er önnur ástæða sem hefur kannski einnig áhrif: Móðir hennar, Amalija Knavs, sem er orðin 72 ára er orðin veik og þarf á læknishjálp að halda. Hún býr líka í Trump Tower og vill Melania vera nálægt henni: „Melania myndi alltaf kjósa móður sína framyfir hlutverk sitt í Hvíta húsinu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!