KVENNABLAÐIÐ

Janet Jackson hringdi í neyðarlínuna vegna sonar síns í umsjá fyrrverandi eiginmanns

Söngkonan Janet Jackson brást við neyðarkalli frá barnfóstru sinni sem hafði læst sig inni á baðherbergi til að ná sambandi við hana. Eins árs sonur hennar Eissa Al Mana var hjá föður sínum Wissam Al Mana á Nobu hótelinu í Malibu, Kaliforníu og hafði hann tekið brjálæðiskast. Barnfóstran var „skelfingu lostin“ og náði sem betur fer í móðurina.

Auglýsing

eissa

Lögreglufulltrúinn Bracks í L.A. héraði sagði við Radar að það væri vissulega rétt: „Símtal barst frá Ms. Jackson og lögreglan brást við til að athuga hvort barninu væri óhætt. Lögreglan kom og sá að allt var í lagi með barnið þannig þeir fóru aftur. Var Ms. Jackson látin vita.“

Auglýsing

Randy bróðir Janetar sagði í viðtali við Entertainment Tonight að Janet hefði verið mjög óttaslegin um son sinn.

Janet sótti um skilnað frá Wissam stuttu eftir fæðingu drengsins. Þau gengu í hjónaband árið 2012 og gekk sambandið brösuglega.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!