KVENNABLAÐIÐ

Sex heldri borgarar handteknir fyrir að stunda kynlíf í skógi

Fimm karlmenn á aldrinum 62 – 82 og ein 85 ára kona voru handtekin við kynlífsathafnir í skóglendi í síðustu viku. Lögreglan gerði rassíu í hverfinu þar sem um vinsælt svæði til kynlífsathafna er að ræða í Fairfield í Connecticutríki, Bandaríkjunum.

Auglýsing

Handtekin voru Daniel Dobbins, 67; Otto D. Williams, 62; Charles L. Ardito, 75; John Linartz, 62; Richard Butler, 82 og eiginkona hans Joyce Butler, 85.

Öll voru þau handtekin og að minnsta kosti tveir verða ákærðir fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri.

Auglýsing

Í skóginum var sett upp myndavélaeftirlitskerfi þar sem kvartanir bárust vegna „óhljóða sem bentu til kynlífs“ í hverfinu fyrr í mánuðinum. Þann 9. ágúst hringdu svo nágrannar til að tilkynna um kynlífsteiti. Þar var einn handtekinna, Dobbins, hálfnakinn á flandri en lögreglan fann hann svo í bílnum sínum með nærbuxur hans og skyrtu ofan á honum, en hann var ber undir.

Talað er um í ferðabæklingnum „City Hookup Guide“ að þarna sé hægt að finna tilkippilega einstaklinga.

Lögreglan segist halda áfram að vakta þessi svæði ásamt vísunum í þau á netinu til að halda almenningsstöðum „viðeigandi og öruggum.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!