KVENNABLAÐIÐ

Hugh Grant genginn í það heilaga í fyrsta skipti!

Breski leikarinn Hugh Grant er „loksins“ búinn að kvænast í fyrsta sinn, 57 ára að aldri. Hjartaknúsarinn sem hefur leikið í ótal rómanstískum kvikmyndum gekk að eiga barnsmóður sína, sænska kvikmyndaframleiðandann, Önnu Eberstein í London föstudaginn 25. maí.

Gula pressan hafði veður af því að þau væru trúlofuð, en engin staðfesting fékkst. Þau gengu að eiga hvort annað hjá sýslumanni við látlausa en innilega athöfn og fögnuðu svo með vinum og fjölskyldu.

Auglýsing

Sjónarvottur sá fagnaðarlætin fyrir utan hjá sýslumanni og sagði: „Þetta leit úr sem afar smá veisla, bara vinir og fjölskylda. Þau voru bæði afar brosmild og ánægð og brostu til gangandi vegfarenda og hlógu með börnunum.“

anna eb

Auglýsing

Var þetta lengi á leiðinni en þau eiga þrjú börn saman. Anna fæddi þriðja barnið fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hugh, sem hefur leikið í myndum á borð við Notting Hill og Four Weddings and a Funeral hefur verið þekktur lengi fyrir að vera þrjóskur en eftirsóttur piparsveinn. Hann sagði í viðtali fyrir tveimur árum: „Ég hef séð góð hjónabönd, en afar fá. Flest líta út fyrir að vera ömurleg. Ég held í alvöru að þetta sé ekki uppskriftin að hamingjunni. Stöðugleiki hræðir mig. Ég veit ekki af hverju.“

Hugh á þrjú börn með Önnu og tvö önnur með fyrrum kærustunni Tinglan Hong. Tímasetningarnar stemma ekki alveg þar sem hann átti barn með Önnu í desember 2012 en Tinglan fæddi stúlku í september sama ár, þannig hann hefur haldið framhjá Önnu með Tinglan.

Allt þetta virtist þó gleymt í brúðkaupinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!