KVENNABLAÐIÐ

Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi

Fyrrum Hollywoodmógúllinn Harvey Weinstein var í dag ákærður í New York fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Harvey gaf sig fram við lögreglu í dag. Tugir kvenna hafa sagt sögu af valdníðslu hans í Hollywood og ógeðfelldum kynferðislegum tilburðum og, í einhverjum tilfellum, nauðgun. #MeToo hreyfingin sem spratt upp í kjölfarið ætti ekki að vera neinum ókunn, en konur um allan heim hafa krafist þess að karlmenn hætti að hegða sér óviðurkvæmlega í návist þeirra.

Auglýsing

Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og er nú laus gegn tryggingu en þarf að ganga með ökklaband. Mætti hann á lögreglustöð í Manhattan um hádegi í dag og bar þrjár bækur. Eftir að fangamynd og fingraför voru tekin af honum mætti hann fyrir rétt.

Auglýsing

Weistein sagði ekkert fyrir réttinum en saksóknarinn Joan Illuzzi sagði að fyrrum mógúllinn hafi „notað stöðu sína, fé og völd til að lokka ungar konur í aðstæður þar sem hann var með yfirhöndina og gat beitt þær kynferðislegu ofbeldi.“

Tryggingin var ein milljón dollara. Lögmaður hans Ben Brafman sagði við fréttamenn fyrir utan dómssalinn að Weinstein myndi ekki játa sekt sína til að semja sig frá málinu: „Við munum hafa hraðar hendur til að hafna þessum ákærum. Þær eru gallaðar samkvæmt stjórnarskrá og þær eru ekki studdar neinum sönnunargögnum.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!