KVENNABLAÐIÐ

71 árs kona segist vera með barni

Kona á áttræðisaldri frá Mazatlan, Mexíkó, segist vera gengin sex mánuði á leið og eigi von á stúlkubarni. Sé þetta rétt mun hún verða elsta móðir í sögunni.

Maria de la Luz segist fyrst hafa grunað að hún væri vanfær fyrir þremur mánuðum síðan, en hún fann fyrir slappleika og einkennum eins og svima og ógleði. Fór hún á einkarekna stofu í sónar og sýndi hann að hún væri að verða móðir í níunda skipti. Maria viðurkennir að læknarnir hafi orðið meira undrandi en hún og hafi hún farið 10 sinnum í sónar á síðustu þremur mánuðum til að sannreyna meðgönguna.

Auglýsing

„Mér var illt í fótunum, mér var óglatt og mig svimaði. Nú hafa þeir skoðað mig í sónar 10 sinnum á einkareknu stofunni og almennum spítala. Læknarnir trúðu þessu ekki,“ sagði konan við fréttamiðilinn Debate. „Þeir sögðu mér ég gengi með stúlku, sjáðu þú getur séð andlit hennar.“

Börn Mariu eru ekki ánægð með fréttirnar að þau séu að eignast aðra systur og margir hafa ráðlagt henni að binda enda á meðgönguna út af aldri, en Maria de la Luz segir að hún sé spennt fyrir barninu og að eignast það. Á hún tíma næst þann 18. júlí og trúir að hún muni eignast barnið með keisaraskurði vegna aldursins.

Auglýsing

Eins og þú getur ímyndað þér hafa fréttir af ófrískri 71 árs konu vakið upp mikla vantrú, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og almennings. Flestir segja að Maria sé að búa þetta til, því að eignast barn á þessum aldri sé í raun ómögulegt. Jafnvel nágrannar hennar eru ekki sannfærðir um hún segi satt.

Eftir að fréttirnar bárust um alla Mexíkó var haft samband við Mariu af spítalanum og hún beðin um að koma í skoðun. Þeir hafa enga vitneskju um að þetta sé rétt og eina sönnunin eru sónarmyndirnar sem hún hefur sýnt fréttamönnum.

Hvort sem sagan er sönn eður ei hefur hún laðað að bæði fréttamenn sem og stjórnmálamenn. Luis Guillermo Benitez Torres sem er í framboði í bæjarstjórakosningunum í Mazatlan hefur óskað þess helst að verða guðfaðir þessa „kraftaverkabarns.“

Ef og/eða þegar Maria de la Luz fæðir barnið verður hún elsta móðir sögunnar. Núverandi titilhafi er Maria del Carmen Bousada sem fæddi tvíbura, 66 ára að aldri.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!