KVENNABLAÐIÐ

„Ég var einu sinni tvíburi“ – Myndband

Fyrirsæta varð mjög undrandi þegar hún fékk að vita að það sem hún hélt að væri fæðingarblettur var í raun afleiðing þess að móðir hennar gekk með tvíbura til að byrja með. Taylor Muhl frá Los Angeles í Kaliforníuríki er með tvo liti á líkama sínum. Hún hefur átt í vanda með sjálfsónæmiskerfið og fór því að leita skýringa. Hún reyndist vera með chimerism, sem er heilkenni þegar tvíburar myndast í móðurkviði en annar deyr og sá sem lifir af fær ýmislegt frá hinum. Taylor er tví með tvö sett af DNA, tvær tegundir rauðra blóðkorna og tvö ónæmiskerfi. Afleiðingin – sú sem er sýnileg – er að Taylor er með línu sem liggur þvert á líkama hennar og er því „tvílit.“

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!