KVENNABLAÐIÐ

Ruddist upp á svið í Eurovision með nasísk skilaboð

SuRie hin breska flutti lag sitt í Eurovision í kvöld og átti sér einskis ills von þegar maður ruddist upp á svið og greip af henni míkrafóninn. Öskraði hann eitthvað um „nasista“ og „frelsi“ og var með rauðan og svartan klút um höfuðið.

Auglýsing

SuRie var að vonum í uppnámi en höndaði atvikið vel sem þú getur séð í meðfylgjandi myndbandi.

SuRie bauðst að flytja lagið aftur, án truflunar.

Auglýsing

Maðurinn var færður í vörslu lögreglu en öskraði eitthvað á borð við : „For the Nazis of the UK media, we demand freedom.“

SuRie hafnaði boði frá stjórnendum Eurovision um að flytja lagið á ný, því hún sagðist vera „ótrúlega stolt“ af sinni framkomu. Við verðum eiginlega að vera sammála henni – þvílík fagmanneskja!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!