KVENNABLAÐIÐ

Sólborg og Tómas: Kynntust í The Voice og keppa nú í Eurovision saman

Sykur er að heyra í þátttakendum forkeppni Söngvakeppninnar í ár og verður að segjast eins og er að lögin eru hvert öðru flottara og verður erfitt að kjósa besta lagið sem mun fara út fyrir Íslands hönd til Portúgal í maí. Ert þú búin/n að mynda þér skoðun á hvaða lag þú munt kjósa? Í dag situr Sólborg Guðbrandsdóttir fyrir svörum, en hún og Tómas Helgi Wehmeier eiga lagið „Ég og þú.“

Hvernig kom til að þið eigið lag í forkeppni Eurovision í ár?

Tómas hafði samband við mig fyrir síðasta sumar og bað mig um að taka þátt í þessu verkefni með sér. Ég var ekki lengi að hugsa mig um. Við fórum svo til London í ágúst þar sem við sömdum lagið ásamt Rob Price, en íslenska textann samdi bróðir minn, Davíð Guðbrandsson.

Um hvað fjallar lagið?

Um hugsanirnar sem fara í gegnum huga margra eftir sambandsslit.

Auglýsing

Hver er ykkar bakgrunnur í tónlist?

Við Tómas kynnumst í The Voice Ísland í fyrra þar sem við vorum saman í Team Svala. Hans tónlistarferill byrjaði um það leyti og hann hefur spilað mikið sem trúbador síðan þá. Ég hef sungið frá því ég man eftir mér, gefið út nokkur lög og sungið í bakröddum.

 

Hvernig líst ykkur á að taka þátt í Eurovision (er þetta ekki í fyrsta skipti?)

Þetta er okkar fyrsta skipti og við erum ótrúlega spennt. Þetta er búið að vera algjört ævintýri.

Auglýsing

Hvað myndi það þýða fyrir ykkur að fara áfram fyrir Íslands hönd?

Við skulum bara orða það þannig að við yrðum alveg ofboðslega glöð!

Hvaða lag finnst þér sigurstranglegast…fyrir utan ykkar að sjálfsögðu!

Ég persónulega held mikið upp á lagið Litir með Guðmundi Þórarinssyni, mér finnst það ótrúlega fallegt og eitthvað við það lætur mér líða vel.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!