KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Robin Wright og Sean Penn á skilorði vegna ölvunaraksturs

Fyrrverandi leikarahjónin Sean Penn og Robin Wright hafa ekki átt sjö dagana sæla vegna barna þeirra. Hopper sonur þeirra var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að hafa eiturlyf undir höndum og hún hefur fyrirsætan Dylan Penn sem er 27 ára skráð sig í meðferð.

Dylan var handtekin árið 2015 við ölvunarakstur og tveimur árum síðar fór hún í áfengismeðferð í Arizonaríki í sex vikur sumarið 2017.

Auglýsing

Samkvæmt lögregluskýrslu var Dylan að aka svörtum Audi í Los Angeles þegar lögreglan tók eftir að númeraplötur vantaði á bílinn. Var hún stöðvuð og fannst áfengislykt af henni. Sögðu lögregluþjónarnir að hún hefði verið „voteygð og mikil áfengislykt var af henni og út úr henni.“ Var hún tekin út úr bílnum til að framkvæma próf eins og gerð eru víða í Bandaríkjunum.

Svara þarf nokkrum spurningum og ganga eftir línu. Féll Dylan við það, bókstaflega, og var því flutt á lögreglustöð. Var hún með tvöfalt leyfilegt magn í blóðinu. Sagðist hún samt hafa bara drukkið tvo bjóra og borðað In N Out hamborgara og franskar fimm tímum áður.

Auglýsing

Fékk Dylan 36 mánaða skilorðsbundinn dóm og þurfti hún að fara í þriggja mánaða meðferð.

Fór hún svo í meðferðina í Arizona en mætti ekki til dóms í nóvember 2017. Var gefin út handtökuskipun á hendur henni í kjölfarið og fékk hún 20.000 dollara sekt. Hún mætti þó fyrir dóm í janúar 2018 og sagðist hafa lokið meðferðinni. Hún er nú á nýju skilorði til janúar 2019.

Sonur hjónanna, Hopper, sem er 24 ára var handtekinn í apríl á þessu ári fyrir að hafa maríjúana og sveppi undir höndum. Var honum sleppt út gegn 25.000 dollara tryggingu og er málinu ólokið.

Sean hefur viðurkennt nýlega að hann og Robin tali sjaldan saman og deili ekki sömu sjónarmiðum á uppeldi: „Við eigum mjög mismunandi samband við börnin okkar og það virkar vel fyrir okkur því þau taka sínar eigin ákvarðanir.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!