KVENNABLAÐIÐ

Lét vinkonu sína sprauta fyllingarefni í andlitið á sér með skelfilegum afleiðingum

Hin þrítuga Elizaveta Tkachenko frá Rússlandi endaði á bráðamóttöku fyrr í mánuðinum eftir að óþekktu efni var sprautað í andlit hennar af ófaglærðum „snyrtifræðingi.“

Elizaveta, sem býr í Stavropol, ákvað að hún vildi breyta ákveðnum þáttum í anditi sínu með fyllingarefni. Hún ákvað að fara ekki á snyrtistofu heldur bað vinkonu sína Irinu, sem er endurskoðandi, að gera það ódýrara heima hjá sér.

Auglýsing

Án efa sér Elizaveta eftir að hafa farið þessa leið, en vinkonan sagðist eingöngu nota úrvals fyllingarefni og sótthreinsaðan búnað og hún hefði mikla reynslu á þessu sviði.

Fyllingarefni var sprautað í varir hennar og nærri augunum. Þrátt fyrir að bólgur við slíka aðgerð geti átt sér stað voru þær svo svæsnar í tilfelli Elizavetu að hún átti í öndunarerfiðleikum. Hún fékk dúndrandi höfuðverk og varirnar litu út fyrir að vera að springa. Degi eftir sprauturnar þurfti hún að leita á bráðamóttöku.

Auglýsing

„Vörin á mér sprakk á tveimur stöðum, það vessaði úr henni og ég var með ólýsanlegan höfuðverk,“ sagði Elizaveta í viðtali við NTV.ru. „Ég er þrítug og heilsa mín er ónýt. Það er engin leið að vita hvað þetta mun valda mér í framtíðinni.“

Irina var yfirheyrð af lögreglu og mun hún að öllum líkindum verða kærð. Hún vissi ekki nákvæmlega hvaða efni hún sprautaði í andlit Elizavetu en hvert sem efnið var olli það óhemju bólgum og sennilega óbætanlegum skaða. Samkvæmt lögregluskýrslu hafði Irina enga menntun né réttindi til að framkvæma slíka aðgerð.

Elizaveta hefur nú verið útskrifuð af spítalanum en andlit hennar ber merki um þessa skelfilegu reynslu. Hún sagði við fréttamenn að hún gæti ekki horft á sjálfa sig í spegli. Hún þakkar samt fyrir að vera á lífi, en engin leið er að vita hvort andlit hennar verði samt á ný.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!